Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 74
er í Bosníu, frú Miiller. Þetta er Tyrkjans verk. Sko
til, við hefðum aldrei átt að taka frá þeini þessa Bosniu
og Herzegovínu. Jæja, frú Muller, þá er nú erkiher-
toginn kominn til guðs. Þjáðist hann lengi?
Erkihertoginn dó með það sama, herra Schwejk, þér
vitið að skammbyssur eru ekki til að spauga með. Það
er ekki langt siðan, að maður heima í Nusle var að
leika sér að skammbyssu og skaut alla fjölskylduna
til bana og húsvörðinn lika, sem fór að grennslast eft-
ir því, hver væri að skjóta uppi á þriðju liæð.
Sumar skammbyssur eru svoleiðis, frú Múller, að
þær klikka, hvernig sem þér farið að, jafnvel þó þér
stæðuð á höfði. Það er mikið til af slíkum byssum. En
þeir hafa sjálfsagt útvegað sér hetri tegund til að skjóta
með á erkihertogann, og ég þori að veðja, frú Miiller,
að maðurinn, sem gerði það, hefir líka verið í fínum
fötum. Það er nefnilega vandi, að skjóta erkihertoga.
Það er ekki eins og þegar veiðiþjófur skýtur á skógar-
vörð. Hér er undir því komið, að komast að lionum;
maður getur ekki gengið í lörfum fram fyrir slíkan
herra. Það þarf að vera með pípuhatt, til þess að lög-
reglan taki mann ekki áður en maður kemst nálægt
honum.
Ég trúi þeir hafi verið fleiri saman, herra Schwejk.
Vitaskuld, frú Múller, sagði Schwejk, sem var hætt-
ur að nudda hnén. Ef þér ætluðuð að ráða erkiherloga
eða keisara af dögum, yrðuð þér að ráðfæra yður við
marga. Þvi fleiri menn, þvi meira vit. Einn ræður til
þessa, annar til hins og þannig verður liið örðugasta
auðvelt, eins og stendur í þjóðsöngnum okkar. Aðalat-
riðið er að vera tilbúinn þegar slikur herra fer fram-
hjá. Eins og til dæmis, ef þér munið eftir því, frú Miil-
ler, þegar hann Lucheni rak hana Elísabetu okkar sál-
ugu í gegn með þjöl; þau voru úti að ganga. Og vitið
þér bara hvað; síðan hefir engin keisaradrottning far-
ið út gangandi. Og sömu örlögin híða enn margra. Þér
74