Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 270
liÖinn, er hreinræktað dæmi hótfyndinnar skáldsögu.
Það er tekið eitthvert gersamlega óaðkallandi efni, sem
engan gæti varðað neinu, sett upp eins og krossgáta og
ráðið með eins miklum ákafa, kostgæfni og kýmniskorti
eins og einhverjum kæmi það við. Þessi tegund bók-
mennta, sem vitanlega forðast eins og eld sérhvert það
viðfangsefni, sem gæti komið fólkinu við, er greinilega
sköpuð til dægradvalar handa þeim útvöldu, en ekki
eins og hinar fyrri, til að sýna þeim í alvöru, hvar þeir
eru staddir.
Ég skal nefna annað dæmi. Ég las um daginn af for-
vitni tíu franskar skáldsögur, eftir borgaralega höf-
unda, allt þekkt nöfn. Hér er ein sagan, sem mér finnst
samnefnari á gildi umræðuefnanna í þeim öllum, La
chatte eftir Colette: ung kona verður afbrýðisöm út
af ketti mannsins sins; þessu fylgir ógurlegt sálarvíl og
fílósófía og rekistefnur, unz konan sér sér færi á að
kasta læðunni út um gluggann; maðurinn tekur bein-
brotinn köttinn með sér í körfu og flytur heim til móð-
ur sinnar á ný, skilur við konuna.
Valdastétt, „úrvalshópar“, sem endurspeglast í svona
bókmenntum, getur ekkert varið bráðu falli, nema fas-
isminn, — hann er lokabólusetningin til að halda síð-
ustu líftórunni í hræinu.
Upp með hendurnar í vitfirringu, heil!
Við Islendingar erum því gamalvanir að átta okkur
á heiminum, eða missa áttanna, af kynningu við dansk-
inn. Ég liefi hér fyrir framan mig tvö dönsk skáldrit,
sem gera sýnilega kröfu til að vera heimsbókmenntir,
enda hefir önnur þeirra, sem út kom í fyrra, Sjö got-
neskir þættir (Seven Gothic Tales), eftir Isak Dinesen
(Blixen-Finnecke barónessu), náð mikilli frægð í enska
heiminum, sérstaklega i Ameríku. Hitt er síðasta bók
Jóhannesar V. Jensen, Freistingar Dr. Renaults.
Ég get ekki stillt mig um, áður en ég lít á þessar bæk-
270