Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 111
brjáluðum fursta eða kóngi. Þegar Stravinski kom upp
að hljóðfærinu í tónleikahöllinni um kvöldið, þá var
salurinn ekki hálfur, það var aðeins maður og maður
á við og dreif i salnum. Það er aum trú að trúa á
hina útvöldu, „hina kyrlátu aðdáendur". Og þeir, sem
þarna voru komnir, margir hverjir uppábúnir i smók-
ing eða samkvæmiskjól, skildu víst fæstir meira af tón-
list hins rússneska jöfurs en til dæmis eitt verkamanna-
félag mundi hafa gert, og höfðu áreiðanlega sízt meiri
ánægju af henni.
Það er eitt einkenni Ráðstjórnarrikjanna, meðal
margra sem skilja þau frá öðrum löndum: Þar þekkj-
ast ekki tómir leiksalir af neinu tagi, tónleikasalir ekki
heldur. Það er vegna þess, að þar eru listirnar, þar á
meðal tónlistin, ekki fyrir þá útvöldu, heldur fyrir fólk-
ið. Ég liefi verið á Raclimaninoff-hljómleik í Moskva,
listamaðurinn sjálfur var að vísu ekld viðstaddur, hann
lítur á sig sem útlaga frá heimalandi sínu, en nokk-
ur helztu verk hans voru flutt. Aðsóknin var svo milcil,
að vinir mínir i Moskva urðu að snúa sér til sérstakra
leikhússyfirvalda til þess að útvega mér leyfi til að
vera á hljómleikunum, um aðgöngumiða var ekki að
tala, þeir voru allir löngu seldir fyrirfram. Þegar
heimsfrægir snillingar, t. d. eins og Marian Anderson,
sem er jafnoki Elizabeth Schumann í ljóðasöng, er ráð-
in til að syngja í Ráðstjórnarríkjunum, þá er liún ekki
að reyna gæfuna i happdrætti um aðsókn einhverra
útvaldra, einliverra „kyrlátra aðdáenda“, heldur fyllir
fólkið sjálft hvert einasta sæti, alþýðan, liið vinnandi
fólk, það fóllc, sem þekkir ekki lengur hugtakið um
menningarforréttindi hinna útvöldu. Eitt söngkvöldið
er pantað fyrirfram af verklýðsfélagi þessarar verk-
smiðju, annað kvöldið af verklýðsfélagi hinnar, — allt
í stórkaupum fyrirfram. Enginn óskipulagður tilviljun-
arflokkur útvaldra einstaklinga getur fengið því ráðið,
að álitlegur hluti af salnum sé látinn gapa tómur á
111