Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 103
endalok. Þeir voru líka liættir að hugsa sem svo, að þeir
yrðu að lialda stöðunni, þangað til liðsaukinn væri kom-
inn til Urfahr. Þeir liugsuðu, að ef þeir stæðust, kæm-
ist liðsaukinn til Urfalir. Stóreflis gat hafði myndazt
á veggnum, þar sem mágur Aigners hafði staðið, og nú
sat hann samanhnipraður vinstra megin við Aigner.
Allt i einu varð Aigner ljóst, að liann gerði það eina,
sem nokkurt vit var í. Það var sem metnaðurinn fyllti
brjóst lians óþrotlegum lífskrafti, þegar liann hugsaði
til þess, að alltaf liafði liann staðið í fylkingarbrjósti,
fyrst, meðan það var auðvelt og dýrlegt, siðar, þegar
það var orðið örðugra, og nú, þegar það var banvænn
háski. Skyndilega varð allt hljótt. Öðru áhlaupinu hafði
verið hrundið.
Allir veiltu þvi eftirtekt, að hætt var að skjóta af
brúarsporðinum. Þögnin liélzt lengi, ef til vill var ver-
ið að sækja nýjan liðsstyrk til borgarinnar. Martin kall-
aði mennina inn í miðasöluhyrgið. Hann spurði: „Á að
gefast upp?“ Allir svöruðu neitandi, einnig bóksalinn.
Martin sendi Ottó niður á járnbrautarstöðina. Hann kom
aftur með fregnina: Þeir hafa gefizt upp í Urfahr, við
verðum að hörfa aftur. Martin sagði með stillingu: „Þá
er tilgangslaust að lialda áfram.“
Um hádegið, eftir að járnbrautarstöðin var fallin í
liendur Heimavarnarliðinu, lágu þeir fimm saman i
sandgryfju á árbakkanum, en þangað liöfðu þeir farið
eftir tilvísun Ottós. Þessir fimm höfðu lialdið hópinn
allt frá byrjun. Aigner hugsaði: „Einlivern tíma verð
ég að segja Karli söguna um barnið.“ En hann sagði
ekkert. Bóksalinn var að hugsa um það, að ef þeir
fyndust ekki þarna, gæti liann að morgni farið heim
til fjölskyldu sinnar, ef lestirnar gengju. Honum varð
bilt við. Yfir Dóná og fljótsbökkunum hvíldi vetrar-
dagurinn þokumettaður og sjálfum sér nógur. f sól-
skinsmóðu og þokumistri þessa vetrardags voru hinir
fimm menn eins og framandi persónur.
103