Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 289
manninn. Auðvaldsþróunin hefir rofið þau persónulegu
bönd, sem fyrr meir tengdu listamanninn við starf sitt
og fœrt hann í viðjar liinna óskáldlegu hagsmuna pen-
ingapyngjunnar. Hina listrænu framleiðslu rekur borg-
arastéttin með stóriðjusniði. Listmarkaðurinn er einok-
aður, liið liugmyndalega inntak er einokað. í Ameriku
er kvikmyndagerðin, þessi „alþýðlegasta“ listfram-
leiðsla vorra tíma, i liöndum örfárra risavaxinna auð-
félaga, sem hnitmiða inntak og form eftir fyrir fram
lagðri áætlun og móta þannig siðaskoðun og hugsun-
arliátt almennings eftir þörfum auðmagnsins. Á sama
hátt er skáldskapurinn múlbundinn af hinum miklu ut-
gáfufyrirtækjum, skipulögðum eftir fyrirmynd hrávöru-
hringa nútímans. Með sínum víðtæku einokunarsam-
tökum geta þau að miklu leyti ráðið því, hvaða rit fá
að koma á markaðinn.1) í stað hinnar opinskáu rit-
skoðunar einvaldstímanna er komin dulbúin ritskoðun
einokunarauðvaldsins, undir yfirskini hinnar „frjálsu
listar“. Þessi samvizkulausu auðfyrirtæki reka beinlín-
is slcipulagða smekkspillingu fólksins. Listdómendur og
gagnrýnendur eru keyptir til að upphrópa einskisverð-
asta leirburð, ef líkur eru til, að hann geti orðið selj-
anleg markaðsvara, og til að — þegja í hel ágætuslu
listaverk, ef þau skyldu hafa eitthvað að geyma, sem
minnt gæti á byltingu. Með auglýsingaaðferðum stór-
iðjunnar er lialdið á lofti þessari mútuþægu yfirstéttar-
list. Hinar miklu hugmyndasmiðjur auðvaldsins, dag-
blöð, kvikmyndahús og útvarp, ráða eftirspurninni, ráða
því, „livað fólkið vill fá“. Það, sem að honum er rétt,
ákveður listasmekk lýðsins, og listsmekkur lýðsins
ákveður aftur, livað að honum skuli rétt.
1 Kommúnistaávarpinu stendur: „Borgarastéttin hefir
svipt helgihjúpnum af sérhverri mannlegri athöfn, sem
1) Svo listfengur rithöfundur sem Upton Sinclair varð til
dæmis að gefa út öll sín byltingarsinnuðu rit á sjálfs kostnað,
vegna fjandskapar ameriska útgáfuauðvaldsins.
289