Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 191
sem var, né bundið við það, sem er. Það er reist á
ómótstæðilegri framrás þeirra siðferðilegu afla, sem
koma skulu.
Þannig snerust Rússar við óförum sínum í lieimsstyrj-
öldinni miklu. Og þannig hafa miklir menn æfinlega
lært af yfirsjónum fáfræði sinnar.
En hvað hafa Þjóðverjar lært?
23.
Þegar morðplanið mikla var hrunið úr höndum þeim,
stóðu þeir uppi ráðvilltir og úrræðalausir. I landi þeirra
ríktu hörmungar og ringulreið, en hinn þröngsýni smá-
horgari, hið borðalagða oddborgaraskoffín var svo
ríkt í eðli þeirra, að þeir liöfðu hvorki vit né áræði til
þess að skera fyrir rætur meinsemdarinnar. Þá hrast
hinn stórbrotna huga, hina hreinu hvöt og hina skörpu
innsæisgáfu lil þess að byggja upp þjóðfélag, er fæli
í sér varanlega lækningu á hörmungum þjóðarinnar, er
hæri í sér vísi lil noklcurrar liærri þróunar. Allt lenti
í liálfvelgju, káki, fálmi, kjarkleysi. Þeir liorfa ráða-
lausir upp á atvinnuvegina dragnast niður, lmignandi
viðskipti, vaxandi armóð. Auðkýfingar, aðalsmenn og
stórlandeigendur fá að halda öllum sínum rangfengna
mammoni, er meira að segja leyft að svindla undir sig
risafjárhæðir úr ríkissjóði, á sarna tíma og atvinnuleys-
ið magnast og eymd alþýðunnar er að keyra liana fram
á þröm örvilnunar og dauða. Þessum miðaldaruddum
er jafnvel leyft að koma sér upp einkaherjum til vernd-
ar liagsmunum sínuin, og óaldarflokkum lierklíkunnar
er látið haldast upjii að vaða sem logi yfir akur, fremja
margvísleg spellvirki og myrða þá menn livern á fæt-
ur öðrum, sem helzt bentu á færar leiðir út úr öngþveit-
inu. Svo magnaður er ráfuskapur valdhafanna, svo blint
er skilningsleysi þeirra á innræti hernaðarandans, að
sjálf hergæzla rílcisins er látin vera nú sem áður í hönd-
um gömlu stríðsgeneralanna, þrátt fyrir það, að alþjóð
191