Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 97
að áhlaupið myndi heppnast. Enn hafði rás atburðanna
ekki náð hámarki, enn var hik á báðar hliðar, eins
og undrun blandið, jafnvel í skotunum, sem af var
hleypt, jafnvel í ópum hinna særðu. Aigner fann þyngsl-
in aukast við belti sér, eitthvað liékk þar máttlaust nið-
ur. Iljartað í hrjósti lians varð þungt sem blý. Augna-
bliks liik, sem nægði til þess að gera hann viðskila
við félaga sína. Hann liljóp á eftir þeim einn saman,
með harnið í fanginu. Hann liljóp fram hjá hermanna-
röðunum, fram hjá liikandi hyssukjöftum. Ef til vill
hefði þetta verið kallað svik, af því að þeir vissu ekki,
að það, sem hann liélt í faðmi sér, var dáið. Hann skildi
fyrst i stað ekkert i skrafi félaga sinna, sem vildu taka
við barninu af honum. Þeir gátu eklti skilið svipinn
á andliti hans, feginssvip yfir þvi að vera aftnr kom-
inn til þeirra, eftir skelfilegan viðskilnað. Hann liélt
á barninu, en forðaðist að líta á það, kveið þvi, að hon-
um kynni að verða það á. Hann ætlaði aftur að rétta
það inn um einlivern glugganna, en nú var borgin búin
að loka gluggum sínum og hurðum. Þeir héldu leiðar
sinnar óáreittir, í áttina til brautarstöðvarinnar. Þeir
heyrðu eimpípublástur. Hann lieyrði förunauta sína
segja, að þetta væru ríkisverksmiðjurnar, þær liefðu lýst
yfir allsherjarverkfalli. Aigner tók sig út úr röðinni
og lagði barnið á einhvern bekkinn i regnvotum stöðvar-
garðinum. Honum fannst sem allt lægi við, jafnvel líf
lians, að hann sigraðist á sjálfum sér og liti ekki á barn-
ið. Honum tókst það. í örvæntingu sinni var honum
fróun að þeirri hugsun, að rás athurðanna skyldi veit-
ast þannig að honum fyrstum allra, með öllum sínum
örlagaþunga, eins og hann væri þeirra liáskalegasti óvin-
ur. Járnbrautarstöðin var í liöndum varnarliðsins. Þeir
náðu varnings-brautarstöðinni á vald silt. Þegar þeir
voru setztir að í einu stöðvarbyrginu, sá liann ýmsa líta
til sín óframlegu augnaráði, eins og þeir vildu forðast
hann, eins og ógæfan hefði gert hann líkþráan. Hann
97