Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 73
nefnda sínum eigin nöfnum, en laumast inn á opinbera kamra
til að lesa klám, eins og hann orðar það. Enda eru persónur
bókarinnar engin heilafóstur; það eru menn, sem höfundur hef-
ir þekkt, og hann gerir sér ekki það ómak, að vera að breyta
nöfnum þeirra.
Ritdómari nokkur hefir sagt um þessa bók Haseks, að hún
væri evangelíum. Það evangelíum er boðað með svo óviðjafnan-
legri bersögli og ósvikinni fyndni, að lesandinn finnur í því
æðaslátt lifsins og sannleikans.
Þýð.
I. Schwejk byrjar þálttöku sína í heimsstyrjöldinni.
Nú eru þeir búnir að drepa fyrir okkur hann Fer-
dínand, sagði þjónustan við Schwejk, sem fyrir löngu
hafði orðið að liætta lierþjónustu, vegna þess, að nefnd
herlækna hafði fellt yfir honum þann óhagganlega úr-
skurð, að liann væri hálfbjáni; nú hafði hann ofan af
fyrir sér með þvi að selja hunda, ljót illkynjuð skrímsli,
og falsaði ættartölur þeirra.
Auk þessarar iðju var Schwejk lialdinn af gikt, og
var nú einmitt að núa á sér hnén með óiJÓdelok.
Hvaða Ferdínand, frú Múller? spurði hann, án þess
að hætta að nudda hnén. Ég þekki tvo Ferdínanda, ann-
an, sem er þjónn hjá Pruscha í Efnagerðinni, og drakk
einu sinni í ógáti heila flösku af háralit, og svo þekki
ég líka Ferdínand Kokoschka, sem safnar hundaskít;
þeir máttu báðir missa sig.
En, herra Scliwejk, ég meina Ferdínand erkihertoga,
þennan frá Konopischt, þennan feita, sem var svo guð-
hræddur.
Jesús og María, hrópaði Schwejk, ekki nema það þó,
og livar varð hann fyrir þessu blessaður erkihertoginn?
í Sarajevo, herra Schwejk. Hann var skotinn með
skammbyssu. Hann var að aka þar í híl með erkiher-
togafrúnni.
Nú er heima; í bíl, frú Múller. Já, svona herra get-
ur leyft sér þessháttar, og hugsar ekki út í það, að slík-
ur bíltúr geti endað með skelfingu. Og í Sarajevo; það