Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 183
ins, þar sem gáfur, þor og vinnuþrek kvenna vex með
risaskrefum.
Land, þar sem börn fá uppeldi sitt án kyrkingslegra
áhrifa kirkjunnar, sem liefir það mark, að ala menn
upp i auðmýkt og þolinmæði undir ok auðvaldsins.
Land, þar sem fjöldi liálfviltra þjóðflokka, sem áttu
enga sjálfstæða menningu, hefir nú öðlazt liana fyrir
sjálfráða þróun og gerir nú heiminn forviða með fag-
urri, einfaldri skáldskaparlist, liressandi frumrænum
lífsviðhorfum og vinnudugnaði.
Land, þar sem þjóðflokkar með forna menningu, sem
haldið var niðri af nýlendupólitík hraskaranna, opin-
bera í stórum stíl gáfur sínar og verðmæti frjálsrar
hugsunar.
I þessu landi eru listamenn og vísindamenn aðeins
liáðir vilja verkalýðsins, vilja, sem liefir það takmark,
að tileinka sér öll sönn menningarverðmæti mann-
kynsins.
En þetta land er umsetið af óvinum, sem ágirnast
auðæfi þess og biða eftir tækifæri til að ræna það, sem
óttast hin liollu álirif þess á verkalýð alls heimsins.
Þess vegna er í þessu landi nauðsynin til varnar fjand-
mönnunum tálmun í viðleitninni á öflun þekkingar á
hinu liðna, sem að gagni mætti koma fyrir hina nýju
upphyggingu, og dregur þannig nokkuð úr vexti liinn-
ar efnalegu menningar. Þekkingin á liinu liðna liindr-
ast einnig að vissu leyti af því, að í arfinum frá hinni
borgaralegu menningu er hunangi og eitri hrært sam-
an og að „sannindi“ hinna horgaralegu visinda um
sögu mannkynsins eru blandin þeim brellum, sem gaml-
ar vændiskonur viðhafa til að sýnast óspilltar meyjar.
I verkalýðsríkinu er maðurinn mikils virði. Jafnvel
þó liann liafi tilhneigingar til að verða þjóðfélaginu
hættulegur og liafi unnið því tjón, er honum ekki refs-
að með siðspillandi, aðgerðarlausri fangelsisvist, held-
ur er hann alinn upp til þess að verða hæfileika verka-
183