Rauðir pennar - 07.12.1935, Side 261
Aðeins á einum stað kemur fyrir sambandið str í ströndi.
Hin almildustu orð tungunnar koma þarna saman: andr
ar, sæla, suður, vindur, þýður, hlíð, friður, Ijúfur, blíður,
góður o. s. frv., þessi orð, sem eiga bezt við ástina. Ég
get ekki stillt mig um að benda i þessu sambandi á
kvæðið Suðurhaf eftir Einar Benediktsson. Andstæðan
verður þá svo ljós. Það á að vísu ekki að túlka ást, en
að minnsta kosti suðrænan blæ, og það byrjar þannig:
ó, bjarta storð við bjarga dökkan karm.
Þarna hrönglast norrænir sambljóðar á mjög ósuðræn-
an hátt, en við og við nær þó skáldið mýkri tónum i
kvæðinu. En liið suðræna verður þó aldrei meira en
þrá skáldsins, ekki mál þess.
í samræmi við orðaval Jónasar fara myndirnar í
kvæðinu, er liver getur athugað sjálfur: vindurinn er
þýður, suðrið er sælt, rómurinn blíður, bárurnar rísa
smáar, vorboðinn er tjúfur, fuglinn er trúr, bárurnar
eiga að kgssa bátinn, fuglinn fer með fjaðrabliki
o. s. frv. Hver mynd er með hlýjum lil og mjúkum
línum og mildum blæ. Og allir hlutir, sem í kvæð-
inu eru nefndir, eru sjálfur unaðurinn: suðrið, vind-
urinn, bárurnar, fósturjörðin, strönd hennar og hlíð-
ar, bátur á fiskimiði, sumardalurinn og stúlkan í daln-
um, og vorboðinn, söngfuglinn, þrösturinn, sem kem-
ur kveðjunni fyrstur og alla leið til liennar og syngur
henni kvæðin sin. Hér er rómantikin og ástin og söng-
urinn og suðrið í einum samliljóm. Og sennilega er mest
um vert, hvernig allt þetta er tengt saman eða kveikt
saman í lifandi líf.
Öll athugun á kvæðinu, efni þess og formi, stað-
festir heildarvilja þess, er ávarpaði okkur um leið
og við heyrðum kvæðið: allt lýtur einni túlkun, hver
ytri tónn er samstilltur innra lífi kvæðisins. Allt hljóm-
ar saman i eitl lag. En þó að orðin og hljóðin krist-
allist þannig í eina lifandi lieild, þá er hún ckki ann-
261