Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 123
bragð og steig fastar 1 ístöðin. Baklanoff leit illur á
sverðið, sneri sér hranalega að liðsveitinni og hróp-
aði eitthvað hátt og hvasst, sem Levinson gat ekki
lengur skilið, þvi að hann lileypti í þeirri andránni
fram á veginn, knúinn áfram af hinu sama innra valdi,
sem gagntók Baklanoff og lét liann áðan sveifla sverð-
inu — og liann fann, að öll liðsveitin hlyti samstundis
að fylgja honum.
Þegar hann koma aftur til sjálfs sin, eftir nokkrar
mínútur, lileyptu sjálfboðaliðarnir eftir honum, heygðir
áfrain í hnökkunum, með framteygða höku, og hið
spennta, brennandi augnaráð, sem [hann liafði tekið
■eftir lijá Baklanoff.
Og þetta var síðasta heildarmyndin, sem Levinson
gat fest sér í minni, þvi í sömu svipan skall á lion-
um eitthvað leiftrandi og drynjandi, sem sló liann og
lamaði og þyrlaði honum til, eins og iðukast, og án
þess að vita lengur af sér, þó með þeirri tilfinningu,
að hann enn væri á lífi, flaug liann áfram yfir rauð-
gulu, vellandi djúpi ....
Metsjik leit ekki aftur og lieyrði enga eftirför, en
hann vissi, að hann var eltur. Þegar skotin þrjú kváðu
við, og síðan lieil hvell-lota, fannst honum, að verið
væri að skjóta á sig, og herti enn á hlaupunum. Allt
í einu breikkaði gilið og varð að þröngu, skógi vöxnu
■dalverpi. Metsjik leitaði ýmist til hægri eða vinstri,
har til hann valt aftur ofan hrekku. I þeim svifum
heyrðist aftur ný skotduna, miklu háværari og livell-
ari, og síðan hver af annari, viðstöðulaust, — allur
skógurinn tók undir og varð lifandi ....
„Æ, guð minn góður, guð minn góður .... ó, ó, ....
guð minn góður ....,“ hvíslaði Metsjik og hrökk saman
við hverja skotdunu. Hann herpti blóðrisa andlitið vilj-
andi í aumkunarlegar geiflur, eins og börnum er títt,
þegar þau vilja kalla fram tár. En augu hans voru
eftir sem áður viðbjóðslega, smánarlega þurr. Hann
123