Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 227
einn greindur sveitabóndi, sem hlustaði með mér á þetta
erindi Ragnars i sumar. Getur það ekki átt erindi til
alþýðufólksins, að það færi að efast um gildi núver-
andi skipulags og gagnrýna rétt burgeisanna til vald-
anna? Svo gæti virzt. En sannleikurinn er sá, að allur
kjarni íslenzkrar alþýðu liefir fyrir löngu efazt um þessa
hluti og ákveðið komizt að þeirri niðurstöðu, að burgeis-
arnir liafi engan siðferðislegan rétt til valdanna. Menn
eru yfirleitt hættir að trúa því, að almáttugur guð reki
þorskinn upp á Selvogsbanka og Halamið og hafi búið
til Kveldúlfstogarana bara til þess að Thorsararnir geti
byggt sér skrauthýsi í Reykjavík, lialdið stórveizlur, liaft
fjórar vinnukonur og hagað sér yfirleitt eins og vitlaus-
ir menn. Og þó að nokkrir heri enn í lijarta sínu þakk-
læti og viðurkenningu til þessara miklu manna fyrir
það, að þeir veiti svo mikla atvinnu og án þeirra væri
allt í dauðanum, þá er liitt orðið liið almenna álit með-
al þeirra alþýðumanna, sem hugsa eittlivað verulega á
annað horð, að burgeisastéttin hafi með stjórn sinni,
að minnsta kosti hin síðustu ár, algerlega glatað öllum
siðferðislegum rétti til að fara lengur með völdin. Þeir,
sem nokkuð þekkja til íslenzkrar alþýðu nú á tímum,
þeir vita það ósköp vel, að það sem hana vantar fyrst
og fremst, það er trú á ákveðnar leiðir til úrlausnar
á vandamálum sínum, trú á sögulegt hlutverk sitt til
að bjarga við menningu þjóðarinnar eða trú á mátt
sinn til að leysa það hlutverk af hendi. — En þó að
við í sumar hefðum viljað kappkosta það öllu öðru
fremur að vera sanngjarnir og gert ráð fyrir því, að
það liefði fyrst og fremst vakað fyrir Ragnari með efa-
prédikun sinni að vekja efa hjá alþýðu manna gegn
drottinvaldi kúgandi yfirstéttar, þá neyðist maður til að
hverfa algerlega frá þeirri skýringu, þegar maður les rit-
dóm hans um Rauðu liættuna eftir Þórberg Þórðar-
son.
Þórbergur hefir svarað með prýðilegri ritgerð. En má
227
L