Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 239
FRIEDRICH WOLF
PRÓFESSOR MAMLOCK.
II. ÞÁTTUR.
Síðari hluta dags þann 28. febrúar 1933, daginn eftir
þinghússbrennuna.
Dagstofa í húsi Mamlocks prófessors. Iiolf, sonur hans, 20
ára, stendur við borðið álútur, styður öðrum fæti á stól, nið-
ursokkinn i dagblað, sem liggur fyrir framau hann, les i hálf-
um hljóðum, í niðurbældri geðshræringu. — Iiuth, systir hans,
16 ára, situr við skrifborð til hliðar við hann, les í skólabók-
um, þýðir, flettir upp í orðabók, skrifar. — Ellen Mamlock,
fædd Gildemeister, móðir þeirra, fertug norðurþýzk kona, sit-
ur við sauma sina.
Rolf: Brjálæði, vilfirring! (Les upp úr blaðinu):
„Rikisþingliúsið í ljósum loga! Óheyrilegt íkveikjusam-
særi! í gærkvöldi klukkan 21,30 var eldur lagður í
ríkisþinghúsið þýzka.“
Móðirin: Já, Rolf, þetta erum við nú sannarlega hú-
in að frétta.
Rolf: „.... Lögregluþjónn einn tók eftir eldshjarm-
anuin fyrstur manna í miðálmu þinghússins. Hann
hleypti af viðvörunarskoti þegar í stað. Brennuvargur-
inn var liandsamaður á flótta, áður en hann kæmist
út úr húsinu. Hann liafði framið íkveikjur á 17 stöð-
um með steinolíukenndum vökva ....“
Ruth (heldur fyrir eyrun, les uppliátt úr Púnverja-
239