Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 153
Við heyrðum hér lieima í sumar leið islenzkan söngv-
ara, menntaðan i Italíu, liann flutti okkur Italiu heim
með sér í nokkrum ljóðrænum óperulögum, — L’anima
ho stanca, Una furtiva lacryma, og fleirum. Við lilið-
ina á þessum ítölsku aríum flutti hann nokkur lög eftir
íslendinga, og maður fann fljótlega mismuninn. Mað-
ur fann, að okkar lög voru ekki góð, ekki endilega
vegna þess, að þau væru svo ákaflega illa tilbúin, held-
ur fyrst og fremst vegna hins, hvað þau voru litið sönn,
hvað þau voru lítið íslenzk í samanburði við hvað
óperulögin voru mikið itölsk. Maður fann, að okkar
lög voru fyrst og fremst aðeins bergmál af list, meira
eða minna misheppnað ap eftir tónlist annara þjóða,
ófundvís á alla upprunalega tjáningu, eins og stíll manns,
sem er að reyna að rita hugsanir sinar á erlendu máli,
og þeim mun áheyrilegri sem þau nálguðust meira
óperettustílinn, sem gerir engar kröfur til tónrænnar
djúpsæi, en lætur sér nægja að setja saman laglegar
klisíur (chlichés). Okkur gafst alveg einstakt tækifæri
til að sjá, hvar við stóðum, við samanburðinn á hin-
um sjálfrunna dýrindismálmi ítölsku tónlistarinnar.
Það er nefnilega fátt hægt að hugsa sér öllu óís-
lenzkara en svokölluð íslenzk sönglög. Við eigum „inn-
lendar“ tónsmíðar, sem bjóða unnvörpum upp á jafn
furðulegt grábland eins og eftirhermur af dönskum
mendelsohnianisma; við eigum manitóbiskan hándelian-
isma; en tónlist sprottna úr íslenzkum jarðvegi eigum
við enn ekki nema í frjókornum, og þá aðallega í verk-
um eins manns, sem enn er tæplega fullráðinn. Ef mað-
ur hefir fyrir sér andlit Jóns Sigurðssonar á mynd, þá
getur maður staðhæft með fullum rétti: Þetta er hið
íslenzka mannsandlit í sinni fullkomnun, — eins og mað-
ur getur t. d. tekið andlit Maxim Gorkis og sagt: Þetta
er hið fullkomna rússneska andlit. Um hinn fyrra
er hægt að fullyrða: Þetta gæti ekki verið annað en
íslendingur; um liinn síðara: Þetta gæti ekki verið
153