Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 199
sums staðar heyrðist axarliljóð eða hamarshögg og
steðj aglymur, kýrnar hauluðu uppi í hlíðinni og lireim-
ur barnanna barst hvaðanæfa.Börnin dreyfðust úr húsum
út um alla eyri, því að heimur þeirra var í melborgun-
um og sandinum, við tjarnirnar og pollana eða niðri
í fjörunni.
En allt í einu varð einhver breyting uppi á eyrinni.
I gegnum draumóra mína, þar sem ég sat, að hálfu
leyti í álögum, skynjaði ég, að eitthvað óvenjulegt var
á seyði.
Söngurinn á kambinum þagnaði, fólkið livarf frá
vinnunni, loks kyrrðist þar með öllu, — ég lieyrði hvorki
í öxi, hamri né sögum smiðanna, enginn bátur skauzt
fram undan eyraroddanum, krakkalætin breyttust i al-
varlegt tal, sem ég greindi óljóst í fjarlægð. Ég var
þarna einn og skilningslaus, mér fannst einhver æfin-
týrakyrrð vera lögzt yfir þorpið og varð liræddur.
Þegar ég stóð upp, lirundi grjótið með einkennilegu
surgi frá mér, svo að ég stökk með liálfgerðum lirolli
upp á kambinn — og sjá, til og frá stóðu menn og
töluðu saman, sumir þutu út og inn um húsin, það
var eitthvað á seyði.
Og ég hljóp inn á milli húsanna, þar sem hörn og
fullorðnir stóðu í smáhópum. En þeir, sem að komu,
fengu fréttirnar i gusum og andköfum, hálfum hljóð-
um eða með snertingum, til frekari áherzlu.
— Kóngurinn kemur, — liann kemur!
— Hann kemur í kvöld.
— Ja, liérna.
Fólkið leit á fötin sin og á liúskofana. Þarna stóðu
þau, litlu timburliúsin á malarkambinum, vindgrá og
kúruleg, pappaklædd eða skjöldótt, með ryðguðu járn-
þaki, og spelahjallarnir og kindakofarnir fastir við hús-
in, en sldtahaugarnir fyrir framan kofadyrnar. Aðeins
eitt hús í þorpinu tvílyft, með tvísettum kvisti, slútandi
þakbrúnum, steinflísum á þakinu og dúfnahúsi á há-
199