Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 244
i'r sér á handlegg Mamlocks). En við pabbi, við eig-
uiíi aftur saman, okkar einkenni er það ópróletariska,
það sálræna — nei, hvernig á ég að koma orðum að
því það konservatíva.
Rolf: Það er ekki ónýtt að geta brugðið fyrir sig
útlendu orðunum.
Ruth (fokreið): Þarna heyrirðu, pabbi!
Mamlock (klappar lienni á kollinn): Taktu nú einu
sinni duglega ofan i við hann! Sýndu, að þú sért dótt-
ir pabba! Ekki að vera huglaus, það er verst af öllu!
t". En nú verðið þið konurnar að yfirgefa okkur karl-
mennina nokkrar mínútur ....
Móðirin: Leyndarmál?
; i Mamlock (í hálfgerðu gamni): Vopnaviðskipti!
Ruth: Þá þurfið þið auðvitað hjúkrunarkonu!
MóSirin fer út með Ruth. Rolf biður í örvæntingu.
Mamloc.k: Fáðu þér sæti, drengur minn! (Dregur
fregnmiða upp úr vasa sínum). Lestu þetta!
Rolf (les): „Fregnmiði! — Þinghússbrennan var of-
beldisverk kommúnista! — Eftir að lögreglan hafði
staðið van der Lubbe að verki og fundið hjá honum
félagsskírteini kommúnista ... . “-----en, pabhi, það
er sannarlega ástæðulaust að gefa út fregnmiða undir
svona reyfarasögur!
Mamlock (alvarlega): Lestu áfram!
Rolf (les): „.... leikur enginn vafi á því, að hér
er um að ræða eitt af hinum mörgu ofbeldisverkum,
sem þeir liafa ráðgert. Það er staðreynd, að stundar-
fjórðungi áður en eldsins varð vart, yfirgaf þingmað-
Ur kommúnista, Torgler, ríkisþinghúsið, ásamt óþekkt-
um manni“. (Æstur) Pabbi, minnir þetta ekki áþreif-
anlega á „sprengjuna“, sem Tom Mooney átti að hafa
varpað 1916 í San Fransiskó eða Gyðingaofsóknir
„Svörtu hundraðanna“ í keisarans Rússlandi, eftir ósig-
urinn í stríðinu við Japani?!
Mamlock: Þú ætlar þó ekki að halda því fram, að
244