Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 50
að vekja liatur fjöldans á styrjöldum. Önnur stórkost-
lega álirifamikil, lieimsfræg verk þessa efnis, fyrir ut-
an Le Feu, eftir Barbusse, sem nefnt hefir verið áð-
ur, eru Krieg, eftir Renn, Der brave Soldat Schwejk,
eftir Hasek, Des Kaisers Kuli, eftir Plivier, Sergeant
Grischa, eflir Arnold Zweig, Jimmi Higgins, eftir Sin-
clair og Levisite, eftir Becher.
Fjöldi rita er úr verklýðsbyltingunum. Hinna rúss-
nesku skáldverka hefir þegar verið getið. Frá ungversku
byltingunni 1917 er hin mikla skáldsaga Bela Illés. Hún
er í þrem bindum, Die Generalprobe, Die Karpathen
beben og Trotz alledem. Die Gefáhrten eftir Seghers
lýsir örlögum þeirra byltingarmanna, er flýja urðu land,
þegar byltingin mislieppnaðist. Frá ítölsku fasistabylt-
ingunni er Genosse Kupferbart, eftir Germanetto. Úr
þýzku byltingunni 1918 er saga Pliviers, Der Kaiser ging,
die Generále btieben. Hún lýsir snilldarlega, eftir ör-
uggustu heimildum, hvernig byltingin fór fram og
hvers vegna bún misheppnaðist. Leikritið Die Matrosen
von Cattaro, eftir Wolf, er ort út af uppreisn á þýzku
berskipi. Eitthvert mesta meistaraverk af ritum hinnar
nýju stefnu, er saga Önnu Segliers, Der Weg durch den
Februar, lýsing á horgarastyrjöldinni í Austurríki 1934.
Skáldið gerir allar sinar persónur svo mannlegar, tek-
ur margar myndir úr persónulegu og félagslegu lífi
fólksins og tengir þær allar snilldarlega saman. Um
sama efni er nýjasta leikrit Friedrichs Wolf, Florids-
dorf. Úr kínversku byltingunni er t. d. sagan Mitter-
nacht eftir Mao-Dun.
Meðal hinna heztu listaverka úr lífi verkalýðs og
bænda eru sögur Halldórs Iviljan Laxness. Þú vínviður
hreini og Fuglinn í fjörunni lýsa sjávarþorpi, þar sem
verklýðsheyfingin er aðeins að vakna. Sjálfstætt fólk
er saga íslenzka einyrkjans, en jafnframt varpar hún
algerlega nýju ljósi á sjálfstæðisbaráttu íslenzku alþýð-
unnar, og er í dýpsta skilningi þyngsta ádeila á auð-
50