Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 93
einhver ráð til að lirifsa vopnin úr höndum þeirra og
senda þá heim aftur til kvenna sinna, sem þeir voru
nýbúnir að kveðja tilgangslausri kveðju.
Garðshliðið andspænis glugganum var opnað. Utan
af götunni, þar sem enn logaði á ljóskerjum, streymdi
Jbirtan upp undir gluggann hans. Hann varð að hera
barnið, eins og kettling, frá gluggakistunni að ofnbekkn-
um, liann komst ekki hjá því að líta við. Aftur fór liann
þangað, sem hann hafði staðið. Vagnaskröllið hinumeg-
in húsaraðarinnar var vissulega ekki annað en venju-
legt skrölt og meðallagi hár hvellur, sem heyrðist í ein-
hverri hliðargötu lengra í hurtu, ekki annað en venju-
legur brestur af sprungnu hjólharði. Hjarta hans gall
við, eins og hundur, sem viðrar skjótar en eigandi hans
skilur. Ef til vill var þetta stundin. Og það var.
Skothvellir. Ekkert hljóð nema þetta gat hleypt til
hjartans blóðinu úr æðum lians -— gómurinn þorn-
aði, og hörundið var eins og feldur undir risandi liár-
um. Hann hljóp út um gluggann, niður í liúsagarðinn,
rann gegn um hliðið út á götuna. Hann rak sig á Pflei-
derer, sem hrópaði: „Fjórar bifreiðar fullar af vopn-
uðu liði!“ — „Hermenn?“ — „Nei, lögreglumenn. Þjóð-
vegurinn er alþakinn mönnum. Umferðin hefir verið
stöðvuð. Bernasek var handtekinn. Þeir börðu hann til
óbóta. Varnarlið verkamanna streymir til stöðvanna, þar
sem vopnunum er útbýtt.“ Aigner lirópaði: „Farðu inn
og sittu um liina, þegar þeir koma. Við mætumst allir
í skólagarðinum!“
Hann hljóp áfram. Postl kom hlaupandi á móti hon-
um, sneri við og hljóp með lionum. Út úr einhverj-
um glugganum hrópaði kona, andlit liennar gat hann
ekki greint, með hvellri unglingsrödd, sem honum var
minnisstæð alla tíð síðan: „Aigner, hann Franz er i
,,Schiff“!“ Skyndilega fann hann einhvern þunga
leggjast á handlegg sinn og leit niður. Litla telpan
hans liafði með óskiljanlegum hætti komizt út og
93