Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 112
móti snillingnum. Þar fagnar fólkið sjálft listamann-
inum sem hollvini sinum, en ekki málefni, sem tillieyri
forréttindum hinna útvöldu, sérmenntaðrar yfirstéttar,
sem stendur utan við fólkið: listamaðurinn og starf hans
er einkamál fólksins sjálft, já hann er ihezti vinur
fólksins sjálfs.
Bæði Raehmaninoff og Stravinski hafa valið sér hlut-
skipti útlagans frá þessu landi. Þeir leika listir sinar
fyrir hinum dutlungafulla og tíðum vanþakkláta úr-
valslýð Vesturevrópu og Bandaríkjanna, liinum „kyr-
látu aðdáendum“, sem eru stundum svo kyrlátir, að
þeir svíkjast um að koma og hlusta á þá.
Það eru ekki hinar menntuðu, efnuðu, útvöldu og
gagnrýnu sálir, heldur hinar miklu stríðandi lífsheildir,
sem eru fulltrúar mannlífsins á jörðinni, — þjóðirnar.
Frá þessum lífsheildum sækja allir dugandi listamenn
kjarna listar sinnar, hver frá sinni þjóð, og það er til
síns uppruna í fólkinu, sem öll stór einstaklingsafrek
hljóta að hníga, svo fremi að það séu afrek; slíkt virð-
ist ekki þurfa nánari rökfærslu, það liggur í hlutarins
eðli. Sá listamaður, sem snýr baki við þeirri lífsheild
sem skóp hann, þeirri þjóð, sem liann er brot úr, því
fólki, sem lagði lifsbaráttu sína að grundvelli undir
tilveru hans, lýsir yfir því með viðbjóði, að fólkið sé villi-
menn og leitar á vit þeirra, sem eru ekki aðeins and-
stæðan við hinn lifandi og stríðandi almenning, heldur
einnig óvinir lians, höfuðóvinir hans, í krafti sinnar
útvalningar og þeirra forréttinda, sem eru i frumat-
riðum aðeins forrétlindi yfirgangsins og hnefaréttar-
ins, — sá listamaður virðist liafa valið sér útilegu-
mannshlutskiptið af áhuga fyrir útilegumennsku, á sama
hátt og maður, sem ég minnist frá Kaliforníu: hann
gerðist þjóðvegaflakkari af áhuga fyrir þjóðvegaflakki,
lá úti á nóttum og stal hænsnum úr görðum fólks.
Hversu óhamingjusamir hljóta þessir menn ekki að
vera, sem skapa listaverk sín í þeirri trú, að fólkið
112