Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 262
að en tákn fyrir ómælanlegar víddir. Hvert orð á langa
sögu og val hvers orðs á aðra örlagaríka sögu. Kvæð-
ið er að vísu líf, en það er aðeins líf af lífi. Hvernig
sem við kynnum okkur mál þess, þá Ijúkast ekki upp
fjarvíddir þess nema í óljósu hugboði eða grun. Og það
sækir allt út yfir málið, því að málið á ekki skýringu
eða lausn í sjálfu sér, lieldur í uppruna sínum, fyrst
í persónu höfundarins og síðan í veruleika samtíðar
lians. Við finnum í kvæðinu ákveðinn vilja, ákveðna
lirynjandi og óm, sem ekki verður hjá komizt. Hann
herst lil okkar úr máli kvæðisins, en hver átti það mál,
og hver valdi orðin og hver kveikti þau saman? Og það,
sem okkur langar fyrst og fremst til þess að vita: hvað
þurfti til slíks? Svarið kemur upp í hugann: málþekk-
ing, málvöndun, málmenntun. En skyldi það nægja?
Áreiðanlega ekki. Við þurfum eftir svari út fyrir málið
og listina, til persónunnar, lífsins og reynslunnar, þar
sem er uppspretta máls og listar. Engu að siður er mál-
menntun skityrði til listar, þó að ekki sé það liið fyrsta
skilyrði né annað. Til þess að eignast list í máli, þarf
margt að vera gengið á undan. Þessi orð þýzka skálds-
íns Rilke, sem komst ótrúlega langt í málsins list, gefa
nokkurt liugboð um slíkt: „Æ, það verður svo lítið úr
ljóðum okkar, ef við yrkjum þau ungir. Maður ætti að
híða með þau og safna ilm og safa heila æfi, helzt langa
æfi, og ef lil vill þá, alveg að lokum, gæti maður skrif-
að nokkrar hendingar, sem væru góðar. Þvi að ljóð eru
ekki, eins og fólkið heldur, tilfinningar (menn eiga nóg
af þeim), lieldur reynsla. Til þess að geta ort eitt ljóð,
þurfa menn að kynnast mörgum borgum, mönnum og
hlutum. Maður verður að eiga minningar um fjölda
vökunætur, sem engin var annari lík, og um harmakvein
hinna sjúku. Og þó nægir það ekki hcldur, að maður
eigi minningar. Menn verða að geta gleymt þeim, ef þær
eru margar, og geta átt þolinmæði til að bíða, þangað
til þær koma aftur. Því að ]iað eru eklci einu sinni end-
262