Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 264
og fremst eftir því, hvað mikið af vitund samtíðarinn-
ar kristallast í lífi þess og getur eignazt þar mál, og
gildi hvers kvæðis lilýtur einnig að miðast við það, livað
margt af óskum og dýpstu þrám samtímans eignast vit-
und í máli þeirra. Hjá Jónasi kristallaðist, eins og hezt
getur gert hjá einstaklingi, öll vitund þjóðarinnar á þeim
tima. Hann lifði þjóð sina, landið, söguna, málið; það
allt varð að reynslu hans, blóði í honum, að ást í augna-
ráði hans, að trega i sál hans, að orði i ljóði hans. Og
hann komst til skilnings á þessu lífi af sambúð við aðra
þjóð og af kynningu á óskum og tilfinningum og nýj-
um hugsjónum og nýrri framtíð úti í heimi. Þar vakn-
aði ást hans á íslandi til ljósrar vitundar, og hófst í nýtt
veldi í meðvitandi dýrkun, því að allt, sem bezt greri
i honum, viðurkenndi rómantík þeirrar aldar og lagði
rækt við. Og þannig tendraðist nýr eldur hins íslenzka
og erlenda, eins og okkur kemur sérstaklega vel að vita
um í samhandi við kvæðið:
Nú andar suðrið sæla vindum þýðum.
I tendrun þess fengu óheyrðir hlutir mál á íslandi. Langt
innan úr djúpi aldanna, undan vopnabraki, samanhörð-
um kenningum, vetrum og hríðum, frosti, rímum, und-
an svikum og myrkri, prédikunum, áþján og guðsorði,
undan svipu og sálmum og einokun, undan striti og
hungri bárust aldalangar óskir, er kviknað liöfðu eitt
augnablik, hlaktað og slokknað, en lifnað á ný á kyrru,
björtu kvöldi, þegar áin rann niður eftir dalnum og út í
hafið, eitt augnablik að vori og liausti, þegar farfuglinn
úr suðrinu kom og lcvaddi, eða þegar skip sigldi frá
landi, einstöku sinnum í þögn, eins og órói í brjóstinu,
blik í auga, óljósar, veikar, feimnar óskir, er þráðu mál,
öld eftir öld, háværari og ákveðnari, og loksins — og
þó svo óvænt — kemur hljómur af liafinu inn í sögu
þjóðarinnar og berst inn á milli fjallanna.
Nú andar suðrið sæla vindum þýðum.