Vaka - 01.04.1927, Page 88
198
ORÐABELGUn.
[vaka]
irnir aðhafast, hljóti að styðja sigur hins góða; því að
guð snýr ávalt afleiðingum þess á einhvern hátt til heilla“.
Hann lærir líka að „sekt þeirra, sem hið illa fremja,
verður ekki þar fyrir minni“. Ef honum tekst að skilja
þetta allt og samræma það-----
Ég hólt áfram að tala, en presturinn horfði stöðugt á
vegginn andspænis sér með órannsakanlegu augnaráði.
Ég vaknaði, — og gat lengi ekki um annað hugsað
en hið órannsakanlega augnaráð prestsins.
K. A.
RITFREGNIR,
ÚR DJÚPUNUM (De profundis). Eftir Oscar Wilde.
Ingvi Jóhannesson íslenzkaði. Rvík, 1926.
Hér birtist eitt af höfuðritum hinna nýrri bókmennta
í íslenzkri þýðingu.
I stuttum eftirmála við bókina segir þýðandi: „Það
er ekki nauðsynlegt að vita neitt um Oscar Wilde til þess
að hafa gainan(!!) af þessari bók. Ég rakst á hana fyrir
nokkrum árum í bókaverzlun ísafoldar og keypti hana
af einhverri rælni, án þess að hafa heyrt hana eða höf-
undinn nefndan á nafn fyr. En hún varð mér hugstæð,
og ég gæti trúað, að ýmsum öðrum færi eins. Þess vegna
hefi ég þýtt hana“.
Er það „garaan" að kynnast hugarkvölum sundur-
kraminnar sálar? Mundi ekki réttara að segja, að sá lesl-
ur fyllti mann sárri hluttekningu? En sleppum þessu og
lítum heldur á hitt, hvernig þýð. hefir vandað til þess-
arar þýðingar sinnar á riti, sem tvímælalaust verður að
telja til gimsteina hinna nýrri bókmennta.
Persónulega hefði ég kosið, að þýð. hefði haldið titl-
inum „De profundis“ sem aðaltitli, en haft „Úr djúpun-
um“ að undirtitli. Um þetta verður auðvitað ekki deilt.
En „De profundis“ var orðin heimsfræg bók og var því
þarfleysa að skýra hana um á íslenzku.
Þó skiftir þetta ekki miklu máli. En hitt er verra, að
þýð. hefir þýtt bókina eftir hinni algengu, stuttu út-