Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 8
KRISTJAN ALBERTSON:
[vaka]
‘MVl
Þó er líf hennar engan veginn óhugnaður einn og
vesaldómur; þessi hálfvillti múgur á margt töfrandi í
fari sínu. Hér vex allt eftir sínum eigin löguin, ein-
staklingseðlið er ófjötrað af hefð og venjum og þess
vegna er sérkennilegur persónuleiki á hverju strái,
fjölbreytni manntegundanna óendanleg. Sálarlíf þessa
fólks er í órækt og vanhirðu, en það er sterkt og við-
kvæmt. Það er í því mikill blundandi kraftur, sem get-
ur komið að óvörum, þegar atburðir lífsins vekja hann,
og fært hetjulega sjálfsfórn, og líka mikið af frísku,
ótömdu lífsfjöri, tápi til góðs og ills. Svívirðan í lífi
þess er ekki spilling heldur vanþroski; þessi þjóð er
ung ennþá, stödd á frumtímum æfi sinnar, og sú vit-
und sættir mann við framferði hennar. Hún er hrá-
efni i þjóð og vafalaust í mikla þjóð, menningarþjóð,
skapandi forustuþjóð. Hún er þrotlaust flæmi af ónot-
uðum kröftum og alstaðar skín á „gimsteina i mann-
sorpinu". Hvar í bókmenntuin heimsins er t. d. lýst
eins stórfenglega yndislegri kerlingu og ömmu Gorkis
(i tveim fyrstu bindum endurminninganna), þessari
fátæku, fáfróðu alþýðukonu, sem tekur í nefið og
drekkur brennivín, en er i allri eyind sinni ótæmandi
gullsjóður af andríki og mannást og hlýjum móður-
kröftum, — fædd lil að vera ættmóðir heillar kyn-
kvíslar af kjarnmiklu og góðu fólki. Sumir af þjófum
og auðnuleysis-flökkurum Gorkis eru frjóvar og barns-
legar listamannssálir, eiga djúpar og hreinar hugsan-
ir, elska náttúruna, söng og hljóðfæraslátt, frelsið, æfin-
týrið, víðáttu Rússlands, allan hinn dularfulla og auð-
uga heim, sem þeir eru fæddir í. Ótal myndir hefir
hann dregið upp af lítt menntuðum eða hálfmenntuð-
urn mönnum með sjaldgæfa andlega krafta, sem ekk-
ert verður úr. Þeir vaxa eins og kynjaviðir úr dýru og
merkilegu eí'ni inni í frumskógi hins rússneska mann-
heims, njóta sín ekki í óræktinni og þrengslunum, ná