Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 23
[vaica]
KYHRSTAfiA OG ÞRÓUN.
277
ur hann svo gripinn ai' fegurð Hlíðarinnar, er hann á
að fara af landi brott, að hann gleymir járnhörðum
veruleikanum, sem þeirrar tíðar mömium gat annars
ekki verið gjarnt að gleyma. Vísan, sem hann kveður í
haugnum, kynni að benda til annars skilnings á aftur-
hvarfi hans, að það hafi verið ofmetnaður og ofur-
kapp, hybris, sem honum varð að falli, eins og mörg-
um öðrum hetjum fyrr og síðar. En í sögunni er með
öllu horfinn sá skilningur, og vísan er eins og hamar,
sem stendur eftir af soklcnum jarðlöguin*). Því að
Gunnar er í sjálfu sér jafn friðsamur og óáleitinn og
vanl er. En hann lokar augunum, er hann snýr aftur.
En í þessu kemur fram, eins og oftar, þegar Gunnar er
einn í ráðum, að honum er ekki gefið jafn mikið vit sem
glæsimennska, og ekki jafn mikið viljaþrek sem við-
kvæmni. Ráð sín er hann annars látinn sækja til Njáls.
Um þessa hluti er heldur engin breyting ; sögunni. Hann
er einn i ráðum, er hann gengur að eiga Hallgerði — það
er upphaf vígaferla hans. Hann er einn í ráðum, er
hann snýr aftur, það er lokaþátturinn. — Um þá
hluti, er inest inundi þykja um vert, þegar sagan er rit-
uð, næst eftir góðmennsku hans, sem sé kurteisi og Ht-
illæti — það breytist heldur ekki. Ekki hafði vaxið
dramb þeirra við utanförina, segir sagan. Og því er, að
Gunnari fer svo illa loddaraskikkjan, er hann her í
förinni fyrstu til Breiðafjarðardala: innan undir er
gullhlað og rautt klæði, sem veldur því, að skikkjan
sýnist enn ljótari en ella. Ráð Njáls hefir fært kapp-
ann í ljótan stakk.
Það væri enginn vandi að henda á fjölda dæma, sem
segja sömu sögu: maðurinn breytist ekkert á þeim
tíma, sem sagan segir frá. Mætti nú auðvitað stundum
skýra þetta á þá Icið, að persónurnar koma svo
skamma stund við sögu, að ekki er ætlandi, að skap-
*) Sbr. ritgerð Sigurðar Guðmundssonar uin Gunnar (i Skirni
1918).