Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 58
:tl2 VALTÝR ALBliRTSSON: [vakaJ
venjulega æxlun býflugunnar regluna: 2 X = kven-
kyn, 1 X == karlkyn.
Kynbundnar erfðir eru þeir eiginleikar nefnd-
ir, sem tengdir eru við X-litningana. Liggur i augum
uppi, að þar gilda ekki reglur þær, sem fyr var um
getið. Synirnir fá aðeins einn X-litning frá móðurinni,
en dæturnar fá X-litning frá báðum foreldrum. Af
þessu leiðir, að kynbundinn eiginleiki gengur ekki i
arf frá föður til sonar. Y-litningurinn kemur hjer ekki
til greina. Hann virðist vera hýði án kjarna, þvi eigi
hefir tekizl að finna erfðavísa, er \>ið hann væru
tengdir.
Þekktustu kynbundnir eiginleikar hjá manninum
eru sjúkdómar tveir: blæði (hsemophili) og lit-
b I i n d a .
Lengi hafa menn vitað, að kvillar þessir lágu i adt-
um, en meðan kynlitningar voru óþekktir, var arfgengi
þeirra lítt skiljanlegt.
Blæði kemur næstum því eingöngu fram á karl-
mönnum. Konur sleppa svo að segja ávalt, eins og síð-
ar mun slcýrt nánar. Hjá blæðisjúkum valda smáskein-
nr oft langvinnum og háskalegum blæðingum og stund-
uin blæðir frá slímhimnum eða jafnvel húð án nokk-
urs áorka. Sú er orsökin, að blóðið vantar efni, sem
hjálpar til við storknun þess. En þegar blóðið storkn-
ar, setjast smá storkutappar í æðarnar i sárinu og
stuðla að því, að blæðing hætti.
Litblindu þeirri, er hér um ræðir, er svo háttað, að
sjúklingarnir geta ekki greint að rautt og grænt. Aðra
liti geta þeir greint. Einkum er kvilli þessi bagalegur
sjómönnum, þegar sigla þarf eftir leiðarljósum, og
hefir oft slys af hlotizt.
Til skýringar læt ég hér fylgja ættartöflu, er sýnir arf-
gengi blæðis. Má jafnframt af henni sjá, hvernig lit-
blinda erfist. Á töflu þessari er karlkynið auðkenni
feiginlega = skjöldur og spjót herguðsins) og hafi við-