Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 87
[vaka]
LEO TOLSTOJ.
J41
sem elskaði hana, og hún elskaði meira en allt á jörðu,
og ekkert afl skyldi hafa stöðvað mig .... Eldri systir
mín á ljósmynd, sem tekin var af móður minni á
járnbrautarstöðinni í Astapovo (þar sem Tolstoj dó).
Hún nálgast gluggann á herberginu, þar sem maður
hennar var að deyja, fátæklega klædd og í sterkri geðs-
hræringu, til þess að sjá, hvort það væri mögulegt, það
sem var að gerast þar inni. Þannig var hún skilin eftir
úti, ein, fyrirlitin, eins og það væri í rauninni hún, sem
hefði drepið manninn, sem hún hafði gefið allt sitt
líf og meira en kona getur gefið. — Þegar ég hugsa um
þessa mynd, þá fyllast augu mín tárum og ég fyrir-
lit grimmd og heimsku mannanna. Hvað voru þeir
margir þarna í kring um hinn deyjandi mann? Senni-
lega yfir fimmtíu. Og enginn þeirra hafði kjark til að
segja sannleikann við læknana .... Móður minni var
lofað að koma inn, þegar hann var að gefa upp and-
ann. Hún kastaði sér á koddann hjá honuin og hvísl-
aði að honum ástarorðum. Hún sagði mér síðar, að hún
vonaði, að hann hefði heyrt þau, því að í dauðanum
er heyrnin það skilningarvit, sem síðast bregzt“.
IX.
Tolstoj er síðasti spámaður mannkynsins. Ekki af
því að hann hafi flutt mannkyninu nýja trú, en hann
er siðasta mikilmenni, sem boðað hefir hin eilifu trúar-
sannindi með persónulegum yfirburðakrafti, með spá-
mannlegum krafti, og öll samtíð hans hlustaði á hann*).
Hann stofnaði engan trúarflokk, hann hélt því fram,
að mennirnir gætu ekki leitað guðs i flokkum, heldur
aðeins hver fyrir sig, í einrúmi, i breytni sinni við aðra.
Það er erfitt að gera sér nokkra hugmynd ura áhrif
•) Alla leið frá Japan og Ameriliu komu blaðamenn til þess
að liafa tal af honum, og spekingar fra Austurlönduin skrifuðu
honum og háðu hann að seg.ja skoðun sina á ýmsum efnum.