Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 21
I VAKA ’
KYRRSTAÐA OG ÞRÓUN.
375
um, að skáldið Carsten Hauch*) hafði veitt þessum
fyrirbrigðum eftirtekt: að í sögunum yfirgnæfir lang-
samlega kyrrstætt sálarlif, en að Njáll er hinsvegar lát-
inn breytast. En ég ætla, að þessu atriði i ritgerð
Hauchs hafi ekki verið mikil athygli veitt, enda er ekki
nema drepið á það, og hefi ég þvi tekið allt þetta mál
til nýrrar rannsóknar.
Ég vil geta þess hér í eitt skifti i'yrir öll, að því fer
fjarri, að ég ætli, að hinir fornu rithöfundar hafi skap-
að þær mannlýsingar, er þeir gerðu, til að sýna þetta
eða hitl sálfræðilegt fyrirbrigði, heldur rituðu þeir
fyrst og fremst eins og geymdin gaf tilefni til og i öðru
lagi eins og hjarta þeirra og eðli knúði þá til að rita,
sem Fröding kvað:
Sá jag málar, Donna Bianca,
ty det roar mig at mála sá.
En ineð því að þjóna sinni lund hafa þeir opinberað
það, sem var að brjótasl um, og í myndum og atburð-
um hafa þeir þá sagt það, sem vér mundum segja í
almennum hugtökum.
II.
Athugum stuttlega, hvað Njála segir frá Gunnari á
Hlíðarenda.
Gunnar er leiddur fram nálega með hátíðlegri við-
höfn. „Gunnarr hét maðr, hann var frændi Unnar.
Rannveig hét móðir hans ....“, og siðan er rakin ætt-
in með þeirri ánægju, sem íslendingi er lagin, þegar
slíkt ber á góina. Þá er vandlega sagt frá eiginleikum
hans og útliti, atgervi og skapferli. ,,.... hann var
vænn yfirliti ok ljóslitaðr, réttnefjaðr ok hafit upp i
framanvert, bláeygr ok snareygr ok roði í kinnunum,
hárit inikit ok fór vel ok ve! litt. Manna kurteisastr
') Afhandlingcr og æsthctiskc Bctragtningcr, Khh. 1855, bls.
452—54, 463.