Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 61
VAKA
KYNKYLGJUR.
315
aldinflugunni (drosophila melanogaster), sem ýtarlega
hefir verið rannsökuð, finnast á fimmta hundrað arl'-
gengir eiginleikar. Litningatalan er þó aðeins 8 ( — 4
tvenningar). Kynfylgjur flugu þessarar skiftast því í 4
flokica. Heldur hver flokkur saman og erfist sem heild.
einstöku sinnum slitnar þó sambandið, en það vrði of
langt mál að rekja hér.
Auðvitað geta menn rekizt á kynfylgju, sem ekki
virðist hlíta lögmálum þeim, sem hér hefir verið getið.
Ættgengisfræðin er víðtæk visindagrein, en hér er aðeins
hægt að taka nolckur höfuðatriði. — Skal þess getið,
að stundum vinna tveir eða fleiri erfðavísar saman og
valda eiginleikum, sem hvor vísir um sig ekki gæ'i
verið upphaf að. Það er langt frá, að klofningin
sé ávalt eins einföld og hjá sniglunum eða mar-
svínunum. Múlattar eru kynblendingar hvíts manns og
svertingja. Bera þeir einskonar millilit og eru brún-
Ieitir á hörund. Þegar múlattar auka kyn sitt, fæðast
þó hvorki alhvítir eða alsvartir menn, eins og við mætti
búast. Sum afkvæmin eru all-ljós á hörund og önnur
mun dekkri. Ástæðan er sú, að erfðavísar þeir, sem
orsaka hvítan eða svartan hörundslit hjá mannflokk-
unum, eru margir. Hjá múlattanum koma vísar þessir
saman og orsaka millilitinn. Sá möguleiki, að nokkuð
af afkvæmum múlattanna fái alla litvísa hvítu eða
svörtu kynþáttarins, eru þess vegna nauða litlir. En
þeir fá misjafnlega mikið af hvorri tegund og hörunds-
liturinn verður því hjá sumunt all-ljós, en öðrum mun
dekkri.
Hjá mönnum þekkjast nú margar kynfylgjur. Hefir
þó seint gengið að rannsaka arfgengi æðstu skepnu
jarðar. Ber margt til þess. Maðurinn er ófrjósamur og
verður því barnatalan lág. Ættliðir manna eru lengi að
vaxa fram. Tölur þær, er fást við rannsóknir, eru því
lágar og erfitt að hvggja lögmál á þeim. Einkum er þó