Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 107
[vaka ] HELGI HJÖRVAR: FERÐABRÉF. 3Ö1
Eftir veturnætur hélt ég norður eftir iandi. Ég fór
frá Uppsölum um nón. Þá var frost og hreinviðri og
snjólitið. Leiðin liggur norður um Uppland hið forna.
Landið er marflatt, með urðarholtum, sem sum eru
hálfnakin, en flest vaxin háum skógi, en allt í milli
voru haustplægðir akrar og töðuvellir, og eru skógar-
holtin eins og hólmar í þessu frjósama landi. Sól rann
til viðar um fjögurleytið, og hún seig til „viðar“ í orðs-
ins gömlu og réttu merkingu, því að hún hvarf bak við
skóginn langt i vestri. Skógarbrúnin var eins og ferleg
stórviðarsög, sem sneri hvössum tönnunum upp í blóð-
rautt vesturloftið, en á austurhimni dró upp mjúkan
skýjaboga yfir nætursortanum, sem færðist upp á him-
inhvolfið. Tindrandi stjarna blikaði þar i dimmunni
yfir hrímhvítum skóginum, alein og hljóð, og fékk mér
margt að hugsa, þar sem ég sat einn í vagnklefanum
og horfði út, á himininn og jörðina. Ég var þreyttur
og mókti og dreymdi:
Fjármaður norður á Möðrudalsöræfum sagði stúlk-
unni sinni frá því, hvernig hann hefði villzt. Það var
skammdegismyrkur og gekk að með grenjandi viku-
hrið. Það rofaði til i hálofti litla stund, en á öllum
himninum sást ekki nema ein einasta stjarna, sem
skein gegnum sortann.
Af hverju var stjarnan ein? — Af því að þú ert al-
ein á mínum himni, og ef þú hverfur mér, þá er ekk-
ert ljós framar fyrir mínum augum. —
Ég fór til Gávle um kvöldið, skamml fyrir norðan
ósana á Dalelfi. Þar er ein mesta verzlunarhöfn Svía,
einkum áður fyr. Timbur úr Dalaskógum er flutt út
þaðan, og fyrr meir ógrynni járns og eir úr Kopar-
bergsnámum. Nú liggur fjöldi af námum Svía i auðn;
reksturinn svarar ekki kostnaði. Þeir búa til bezta stál
um víða veröld, en það er dýrt og varla notað nema í
smáhluti nú orðið, utan þeirra eigin lands. Stálbræðsla