Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 106
FERÐABRÉF.
(BROT).
Fyrstu snjóar.
Ég var í Svíþjóð, þegar hausta tók; loftið varð snjó-
legt og grátt og hráslagalegir dagar. Autt var í Stokk-
hólmi, en kalt nokkuð. Einn vinur minn tók mig með
sér í bifreið langt út í sveit; það var seint á degi og
kvöldaði fljótt. Við ókum fyrst yfir grænar ekrur og
frjósöm lönd, en skógur er á ásum og hæðum liringum
dalverpin, sem ræktuð eru. En er lengra dró vestur og
frá hafinu, þá var hrimgað skógarlimið og föl á jörð.
Þegar kvöldaði, var kalt og stillt, stjörnubjartur him-
inn, heiðríkjan köld og norrænn bláminn, ofurlitlar
dreifar af norðurljósum hér og þar; voru þau óvenju-
lega mikil þessi kvöld, eftir því sem þar er, svo sunn-
arlega, og var skrifað um þennan norðurljósaslæðing í
blöðunum í Stokkhólmi eins og mikil tíðindi. Á einum
stað á þessari leið var bifreiðin stöðvuð á lítilli brú,
og vegfarendur krafðir um brúartoll, 25 aura fyrir bif-
reiðina. Þótti mér þetta miðaldalegt, og hef ég aldrei
orðið fyrir því áður né síðan.
En fyrsta élið fékk ég á leið milli Stokkhólms og Upp-
sala. Það var þykkt loft og grátt, og allt í einu ók lest-
in inn í niðdimma hríð. Jörðin varð alhvít i einum svip;
það var flyksufjúk, en súgurinn um eimlestina gerði
stóra sveipa í élið um leið og hún þaut, og var skrítið
að sjá það út um vagngluggana. Veturinn var kominn
og helgaði sér landið á stuttri stund. En mér varð held-
ur kalt í skapi við komu hans. Hafði ég ekki ærin él
og kalsa i mínu eigin landi! Ég átti enn eftir langa vist
í útlöndum, og ég þráði sumar og sólaryl.