Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 41
VAKA ;
KYHRSTAÐA OG ÞRÓUN.
295
arsamhengi á milli, og Konur ungur er sonur Rigs
jarls. Þannig ris mannfélagið, mannkynið, upp, og
stéttirnar eru eins og þrep i stiga, en þannig, að það,
sem ofar er, er reist á þvi, sem neðar stendur, og kom-
ið af þvi.
I Völuspá kennir einnig breytingar, þróunar. En
einnig þar er að ræða um ástand með tvennu móti: hið
betra kemur eftir hitt, sem verra er. Það er heimur-
inn fyrir og eftir ragnarök. Á undan ragnarökum er
allt eitri blandið. Svik, návíg og siðleysi ríkir. Goðin eru
sek og bíða eitt tjónið eftir annað. En gullöldin, þegar
þau sitja og tefla á Iðavelli, táknar ekkert hærra stig,
er þau hafi misst. Því að þá eru fólgin i sálinni fræin,
er síðar verða að verkum, illum og góðum. Gullöldin er
eins og sakleysi æskunnar, hún er vanþekking á hinu
illa, en ekki hreinleikur í sjálfu sér.
Öðru máli gegnir um hina nýju jörð. Það er ekki
tilviljun, að það eru Höður og Baldur, sem byggja vé
goða, en ekki Víðar og Váli, Móði og Magni eins og í
Vafþrúðnismálum.
Munu ósánir
akrar vaxa,
böls mun alls batna,
Baldr mun koma.
I öllum þeim dæmum, sem nú voru nefnd, er breyt-
ingin hugsuð i áföngum, skýrum og ákveðnum, og milli
áfanganna verður að stökkva. Það eru þrep í stiga. Dul-
arfull bylting, leyndardómsfullt stökk, leiðir frá einu
stiginu á annað.
Svo virðist, sem á einum stað sé tilraun til að lýsa
vextinum, sjálfri hreyfingunni. Það er í Hávamálum.
Óðinn hangir níu nætur á „Vingameiði“ og neytir
hvorki matar né drykkjar:
Nýsta ek niðr,
nam ek upp rúnar,