Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 99
: vaka]
ENSKIR SKÓLAR.
353
ósigur i leik en aö sigra með rangindum. Og það er álit
margra, að leikir og íþróttalíf við enska skóla sé undir-
rót alls hins bezta og sérkennilegasta í skapgerð Eng-
Jendinga og skýringin á þvi hversu vel þeim hefir farið
úr hendi stjórn hinna mörgu nýlenda. Það vakti at-
hygli allra ])jóða, hversu rólega allsherjarverkfallið 1926
fór fram. Verkfallsmenn og lögregla köstuðust ekki á
grjóti, eins og víða er siður, heldur léku saman knatt-
spyrnu af kappi og prúðmennsku. Hafa sennilega al-
drei komið skýrar fram þau áhrif, sem leikir og iþrótt-
ir, er Englendingar temja sér frá blautu barnsbeini i
skólunum, hafa á þjóðlífið.
í forskólunum og heimavistarmenntaskólum er alin upp
sú kynslóð, sem á fyrir höndum að stýra hinu enska
stórveldi. Englendingar þykjast af þeim og telja, að þar
sé beztur árangur, sem fengizt hefir af uppeldisstarf-
semi. Á Skotlandi og i Bandaríkjunum er nú fetað í
þeirra fótspor. En sá ókostur fylgir slíku uppeldi, að
það er dýrt. Árlegur kostnaður fyrir hvern nemanda
er frá tveimur og upp í fjögur þúsund krónur. ÖU
skólagangan, frá forskóla til háskóla, lcostar undir þrjá
tugi þúsunda, ef enginn styrkur kemur til. Slikt upp-
eldi getur ekki verið ódýrl. Heimavistin, leikvellir, sund-
hallir, kapellur o. fl. kosta of fjár. En flestir telja þjóð-
félaginu bezt borgið með því að sjá þeim, sem fram-
tíð ríkisins byggist á, fyrir hinum beztu skólum. Vand-
inn, sem leysa þarf, verður þá sá, að greiða veg þeirra,
sem bezt eru fallnir til forustu, inn á þessara brautir.
Ástæður foreldranna eru ekki réttur mælikvarði á atgerfi
barnanna. Gjafasjóðir og ríkistillög til styrktar fátæk-
um nemendum fara því vaxandi. Er öll sú viðleitni til
mikilla bóta, þó langt sé að þvi takmarki, að hver fái
sæti á þeim skólabekk, er svarar til hæfileikanna, og
ekki fyrirsjáanlegt, að þvi verði nokkurntima náð til
fulls. En stefnan er þar fyrir rétt, þó langt sé í land.
M e n n t a s k ó 1 a r . Fremstir i þeim flokki eru þeir
23