Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 24
278
EINAK OL. SVEINSSON:
r vaka]
lyndi þeirra hlyti a8 breytast. En þessi niótbára verð-
ur nálega að engu. Sé litið á þær persónur, sein löng
frásaga er um, og kemur við sögu mestur hluti ævi
þeirra, sézt, að yfirgnæfandi meiri hluti þeirra breytist
ekki um skapferli. Menn athugi til dæmis Snorra goða
í Eyrbyggju, Kjartan og BoIIa i Laxdælu, Gunnlaug og
Hrafn í Gunnlaugssögu.
í öllum þessum dæmum er um sama fyrirbrigði að
ræða: Persóna sú, er sagan segir frá, er söm og jöfn í
allri sögunni. Sagan gerir því ekkert annað en opinbera
það, sem er frá upphafi og heldur áfram að vera. Og
þegar nákvæm lýsing er í upphafi, staðfestir sagan það
í einstökum atriðum, sem sagt er frá með almennum
orðum í öndverðu. Það er eins og hljóðfærið, sem ekki
á nema ákveðna tölu tóna til, og þegar stutt er á ein-
hverja nótu, hlýtur hljóðfærið að framleiða einn þeirra
tóna, sein það á yfir að ráða.
í likingu við þau dæmi, sein nú voru nefnd, mætti
telja upp grúa af persónum úr sögunum: allur þorri
sagnaþyrpingarinnar ber vitni um þennan sama skiln-
ing á þessu máli. Sama er um Eddukvæðin að segja,
svo sem brátt mun verða mirrnst enn betur á. Verður
oss nú ósjálfrátt á að spyrja: Hvað veldur þessu? Ætla
mætti, að reynslan hefði átt nóg til af (Íæmum, sem virt-
ust andmæla þessu. Þvi að mannlegt kyn er breytilegt
eins og vindurinn, og oss virðist mönnunum fremur
vera að líkja við breytilegar stærðir en fastar.
Sjálfa ástæðu þessarar skoðunar vitum vér ekki —-
á sama hátt og ekki er unnt að vita, hversvegna ein
hugsjón en ekki önnur verður ofan á í trú og siðaskoð-
un þjóða. Það er líklega erfitt að benda á hina sönnu
ástæðu þess, að Indverjar að síðustu sáu enga aðra
höfn en nirvana; hversvegna gátu ekki aðrar þjóðir,
sem bjuggu á svipuðum breiddarstigum, skapað slika
hugsjón? Árangurslaust er spurt, vér vitum ekkert
svar. Hitt er annað, að ef til vill má benda á ýinislegt,