Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 62
VALTÝR ALBERTSSON:
: vaka'J
31(5
sá hængur á, að hjá manninum er ekki unnt að grípa
til tilrauna (experimcnta), sem hrundið hafa ættgeng-
isfræðinni bezt á veg. En til allrar hamingju lýtur hér
maðurinn sömu lögmálum og önnur dýr. Það hafa
menn fundið með því að fika sig áfram smátt og smátt.
Var þvi unnt í mannrannsóknum að hagnýta lögmál,
er fundizt höfðu við rannsókn lægri dýra og jafnvel
jurta.
Áður hefir þess verið getið, hvernig augnalitur erfist.
Uláeygð er víkjandi, móeygð rlkjandi eiginleiki. Rikj-
andi kynfylgju er heldur Iétt að rekja. Þær hlaupa al-
drei yfir liðu.
Af ríkjandi arfgöllum má nefna ýmis missmíði á
höndum og fótum, svo sem sex fingur eða tær, marga
augn- og taugasjúkdóma, sykursýki*) o. fl.
Allt þetta eru þó heldur sjaldgæfir kvillar. Flestir
gallagripirnir eru því „ósamstæðir" (heterozijgot)
jiví að óliklegt er, að eins standi á fyrir báðum foreldr-
um. Líkur eru þvi til, að helmingur afkvæma fái arf-
gallann, hinn helmingurinn sleppur að fullu og niðjar
þeirra.
Öðruvísi er því farið með víkjandi eiginleika. Þar
þarf erfðavísi tvöfaldan til þess að kynfylgju komi
fram. Lið eftir lið getur hún því Icgið niðri og bitnar
fyrst á afkvæmunum, þegar eins stendur á fyrir báð-
um foreldrum. Mjög þekkt er einskonar krampaveiki
< mtjoclonus epilepsi), sem þannig erfisl. Hefir hún
verið ýtarlega rannsökuð í Svíþjóð. Þeir, sem haldnir
cru af sjúkdómi þessum, deyja flestir á unga aldri og
auka því sjaldan kyn sitt. En erfðavísirinn berst með
alheilum. Meðlimur þessarar krampafjölskyldu fluttist
til framandi lands og tók sér þar bólfestu. Bar ekki
n.eitt á neinu meðal afkomenda hans, þangað til frænd-
syslkini tvö áttust. Á börnum þeirra kom veikin fram.
•) f>ess her |)ó að geta, afS syliursýki er ekki ávaii arfgeng.