Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 100
354
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON:
[vaka]
heimavistar menntaskólar, sem áður hefir verið drepið
á, og eru þeir um margt líkir forskólum sinum, er síð-
ast voru taldir, og eftir þeim hafa verið sniðnir. Má
rekja sðgu hinna elztu aftur til fjórtándu aldar. Öldu-
gangs lífsins hefir gætt þar eins og i öðrum stofnun-
um. Hnignun og uppgangur hefir skifzt á, en sá blær,
sem nú er á þeim, á rót sína að rekja til hins mikla
skólastjóra Tómásar Arnolds, er stýrði Rugby-skóla á
fyrri hluta nítjándu aldar. Þegar hann tók við Rugby,
var því spáð, að við það mundi breytast allur skóla-
bragur á Englandi. Arnold brást ekki vonum manna.
Hann umgekkst einkum elztu nemendur skólans, hafði
mikil áhrif á þá, en þeir settu sinn blæ á skólalífið.
Er skólastjóra í fjölmennum heimavistarskóla mest
nauðsyn að ná til þeirra, sem helzt hafa forustuna
meðal nemenda. Hann jók kennslu í hagnýtum náms-
greinum. Saga var ein höfuðkennslugrein hans. í duft
sögunnar blés hann lifsanda. Þannig kennd fullnægði
sagan hinni gróandi hugsun unglinganna. Skipulegir
leikir og íþróttir voru hafnir til virðingar. Skólakap-
ellan varð þungamiðja skólalífsins. í stólnum talaði
hann til nemendanna þ'annig, að þeir fundu, að hann
átti við þá. Skólalífið, vandkvæði þess og hið vaknandi
trúarlíf ungra mann var texti hans. Takmark hans
var að ala upp kristna Englendinga. Frá Rugby breydd-
ist skólavakningin út frá einum skólanum til annars.
Á þeim grundvelli, sem Arnold lagði, standa enskir
heimavistar menntaskólar enn þann dag í dag og njóta
hins mesta trausts og virðingar.
Um námsgreinar hafa skólar þessir verið fremur í-
haldssamir. Latína er þar höfuðnámsgrein, en grísku-
kennslan hefir farið minnkandi. Af erlendum tungum er
franskan víðast hvar ein uin hituna. Að öðru leyti
eru námsgreinar hinar sömu og i öðrum almennum
menntaskólum. Próf, sein svarar til stúdentsprófs, er
tekið i fimmta bekk; það veitir rétt til háskólanáms.