Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 136
390
RITFREGNIR.
[vaka]
inni fyrir það, að óttast ekki heilbrigða skynsemi í með-
ferð guðfræðilegra viðfangsefna! En er það ekki undar-
legt, að manni skuli finnast ástæða til að þaklca fyrir
slíkt?
Á. A.
ISLANI) UNDER OG EFTER VERDENSKRIGEN. En
ökonomisk Oversigt. Af Thorsteinn Thorsteinsson. G.
E. C. Gads Forlag. Köbenhavn 1928.
J riti þessu lýsir höf., Þorsteinn hagstofustjóri Þor-
steinsson, í stuttu máli áhrifum heimsstyrjaldarinn-
ar á þjóðhagi vora. Segir hann þar i'rá siglingunum til
landsins á stríðsárunum, verzlun og aðflutningum, verð-
lagi og verðlagsákvörðunum, byggingarkostnaði og
húsaleiguákvörðunum, dýrtíðarráðstöfunum, launamál-
um, banka- og peningamálum, landbúnaði og fiskiveið-
um á ófriðarárunum og næstu árunum eftir óíriðinn,
fjármálum ríkis og sveitafélaga, mannfjölgun og út-
flutningi fólks og þjóðfélagsumbótum þessara ára. Rit-
ið er einar 60 bls., en höf. hefir tekizt, að safna miklum
fróðleik saman í þessu stutta máli, og hygg eg hann
minnast á alll það sem markverðast gerðist í þessum
efnum hér á landi, á styrjaldarárunum og næstu árun-
um el'tir hana. Framsetningin er skýr og ljós og höf. er
svo alkunnur að vandvirkni, að óhætt er að treysta því,
að hann fari rélt með sögu þessa.
Rit þetta er gefið út að tilhlutun friðarstofnunar
Carnegie’s (The Carnegie Endowment for International
Peace). Hefir sú stofnun með höndum útgáfu á miklu
ritsafni, um áhrif styrjaldarinnar miklu á þjóðhagi
víðsvegar um lönd. Er þetta rit Þorsteins eitt hindið í
ritsafni þessu. Rannsókn þessi verður friðarhreyfing-
unni vafalaust til mikillar styrktar. Það fer ekki hjá
því, að niðurstaðan verður alstaðar hin sama, jafnt
hjá hlutlausum þjóðum sem ófriðarþjóðum, að tjónið,
sem ófriðurinn hafði í l'ör með sjer, fyrir alla þjóðhagi
verður ekki tölum talið. En hagsaga þessara ára
verður fróðleg um fleira. Aldrei hefir reynt meira á
sjálfsbjargar viðleilni þjóðanna en þá. Ný vandamál
risu svo að segja daglega, hættulegri og alvarlegri en
menn áður áttu að venjast. Úr þeim þurl'ti að leysa og
það var gjört eða reynt, eftir því sem menn höfðu vit
til eða getu. Og inargt lærðist þá, sem að gagni má