Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 46
301) VALTÝH ALHÉRTSSON: vakaj
urleitar eftir starfi þvi og hlutverki, er þær hafa að
gegna. Eru sumar hnattlaga, aðrar flatar og enn aðrar
ilangar, næstum þráðlaga o. s. frv. Allar eiga þær þó
sammerkt í því, að inni i frumunni er k j a r n i
(nucleiis). Utan um hann er slepjukennt efni, er kall-
ast frymi (protoplasma). I fryminu sjást oft smá-
korn, næringarefni o. fl. Auk þess finnst þar d e i 1 i -
ögnin (centrosoma), sem einkum ber á, þegar frum-
an er að skiftast. Hefir deiliögnin mikla þýðingu fyrir
frumuskiftinguna.
Kjarninn, sem greindur er frá fryminu með himnu,
er oft hnattlaga og hefir að geyma efni„ er kallast
litni (chromatin). Efni þetta tekur vel ýmsum lit-
um og litast þvi kjarninn vel. Venjulega er litninu
dreift jafnt um allan kjarnann, en þegar fruman er að
skiftast, kemur það í ljós sem bognir eða beinir stafir
eða smákúlur og kallast þá litningar (chromosom-
rr). (Sjá 1. mynd).
Þegar fruma ætlar að skiftast, kemst þar allt í upp-
nám. Deiliögn keinur fram á sjónarsviðið og skiftist í
tvennt. Samfara þessu þjappast litnið saman og litn-
ingarnir koma smám saman greinilega i Ijós. Kjarna-
himnan hverfur, svo að kjarninn rennur saman við
frymið. Meðan þessu fór fram, hefir myndazt eins-
konar geislabaugur umhverfis deiliagnirnar. Þær skilja
nú og fara hvor út i sinn enda frumunnar. Litning-
arnir raða sér nú á vissan hátt og klofna síðan að endi-
löngu. Að því loknu skiija þeir og dragast nú af ein-
hverjum dulmögnum sinn helmingur að hvorri deili-
ögn. Þar renna þeir saman og koma nú fram tveir
kjarnar með kjarnahimnu. Mitti, sem fyr var komið á
frumuna, verður greinilegra og hún skiftist að fullu.
(Sjá 1. mynd).
Við sjáum af þessu, að dæturfrumurnar fá jafn-
marga litninga og móðurfruman. Og fleira er hér mark-
vert að athuga. Með þessari flóknu skiftingu er séð