Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 39
I VAKA
KYHRSTAÐA OG ÞfíÓVS.
■29H
gætt, að finna má nokkurn mun á aðalhetjum Niflunga-
sögunnar, eins og hún er í Eddukvæðuin. Guðrún
Gjúkadóttir er með öðru móti í Atlakviðu en í Guð-
rúnarkviðu hinni fyrstu. En þetta stafar af því, að það
er ekki sama skáldið, sem ort hefur þessi kvæði. Aftur
eru Sigurður og Gunnar samir og' jafnir alstaðar, sama
er að segja um Atla og Brynhildi. Það er sama mynd-
in í flestum kvæðum, og þá auðvitað, að myndin er
brejdingarlaus í sama kvæðinu. Hér er þetta nefnt að
dæmi, en sama er að segja um aðrar persónuv hinna
fornu kvæða.
í hetjukvæðunum kemur þó fyrir ein persóna, sem
þetta á ekki við. Það er Helgi Hjörvarðsson. Honum
er svo lýst, að hann væri rnikill og vænn, en „hann var
þögull, ekki festisk nafn við hann. Hann sat á haugi,
hann sá ríða valkyrjur niu, ok var ein göfugligust".
Hún ávarpar hann með nafni, vísar honum til sverðs og
hvetur hann til víga. Verður hann síðar hinn inesti
herkonungur. Helgi ber hér í æsku svip kolbítanna, er
ómálgi, eins og Ubbi spaki, sem danskar kappasögur
geta. En Sváfa gefur honum nafn, þ. e. a. s. hún vekur
hann af dvala og dái og vígir hann til nýs, glæsilegs
lífs og verður valkyrja hans.
Nokkuð þesslegt er það, sem sagt er um Amlóða í
dönskum sögum, en þar er fábjánaskapur æskuáranna
reyndar ekki annað en yfirdrep, grima, dulargervi, til
að halda lífinu, og horfir því nokkuð öðruvisi við. Aft-
ur er Hamlet Shakespeares mun skyldari kolbítunum.
í enskum sögnum, sem menn rekja til víkingaaldar,
kemur það fyrir, að hetjan er litil fyrir sér og i mikilli
niðurlægingu i æsku.
Auk hetjusagnanna er lil í gömlum kvæðum fleira
en eitt atriði, sem lýtur að þróun og framförum.
Er þar fjnst að nefna Rígsþulu. Hér skal ekki hirt
um ágreining manna um aldur hennar, en fylgt er
þeim, sem telja hana eldri en kristnitakan hér á landi.