Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 43
KYNFYLGJUR.
„Sjaldan kemur dúfa úr hrafnseggi“, segiv mál-
tækið. Eru það gamalkunn erfðasannindi. óneitanlega
væri þó róttara, að þar stæði „aldrei“ í staðinn fyrir
,,sjaldan“. Litur út fyrir, að það hafi ekki verið talið
svo fjarri sanni, að „dúfa kæmi úr hrafnseggi", og
því þótt tryggara með þessu „sjaldan“ að slá var-
nagla við.
Það er líka gömul hjátrú, að kona hafi alið hvolp.
ketlling eða annað kvikindi. Slíkt er hinn mesti hé-
gómi. Afkvæmi manna eru ávalt menn, katta kettir o.
s. frv. En fleira erfist en einlcenni tegundarinnar. Við
sjáum, að barn hefir „augu“ föður sins eða „hár“ móð-
ur sinnar og ef til vill sjáum við hjá því einkenni, sem
afinn eða amman hafði, en hlaupið hafði yfir foreldrið.
Afkvæmin erfa því ekki aðeins einkenni tegundarinnar,
heldur einnig ýmis séreinkenni foreldra sinna eða for-
feðra. Þetta þekkja allir, sem komnir eru til vits og
ára, en skýringar hjá leikmönnum eru oft á reiki, enda
hefir fátt um þessi mál verið skrifað á islenzku.
Lengi hafa menn reynt að skýra ættgengi. Fyrrum
voru það einkum heimspekingar, sem við það fengust.
Skópu þeir sér skoðanir eftir því, sein þeir sáu i kring
um sig, og eftir þvi, sem andinn blés þeim í brjóst. Um
vísindalegar tilraunir var ekki að ræða.
Aristoteles hélt því fram, að hráefnið kæmi frá móð-
urinni, en sæðið frá föðurnum gæfi afkvæminu líf og
hræringu. Þó varð hann að játa, að afkvæmið líktist
móður sinni, engu síður en föðurnum. Líkti hann því
við smíðisgrip, sem bæri handbragð smiðsins, en vrði
auk þess að metast eftir efniviðnum.