Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 96
350
ÁSGEIIl ÁSGEIRSSON:
[vaka]
járngreipum prófendanna, lögð höfuðáherzla á almenna
menntun þeirra. Er talið að það hafi haft víðtæk áhrif
á barnaskólanámið. Lítil áherzla er nú lögð á málfræði,
og stafrofskversbiærinn er horfinn af lesbókunum. Bók-
menntir þjóðarinnar hafa haldið innreið sína í skólana.
Börnin eru hvött til að lesa utan kennslubókarinnar
um söguleg og landfræðileg efni. Skólabókasöfn og um-
ferðabókasöfn eru mikið notuð. Reikningskennsla hefir
verið aukin um einfaldan bókstafsreikning og flatar-
málsfræði. Líkamsæfingar og iþróttir eru mikið iðkað-
ar, þar á meðal sund í öllum borgum, hönd og augu
tamin við handavinnu og teikning. Við teiknikennslu
er nú kennt að beita ritblýi, teiknipenna, krítar- og
vatnslitum. Sýningar bera þess fagran vott, á hve háu
stigi teiknikennslan stendur. Námsgreinar eru óvíða
margar, og er fremur stefnt að betri og víðtækari
kennslu hinna gamalkunnu greina en að fjölga þeim.
Við móðurmálskennslu er börnum tamið að láta í Ijós
skoðanir sinar munnlega og skriflega og að lesa sér til
fróðleiks og skemmtunar. í landafræði er lögð meiri
áherzla á skilning orsaka og afleiðinga en minnið,
myndir og jafnvel sjónleikir notað til skilningsauka í
sögu, en sjálfstæðar athuganir og garðrækt í náttúru-
fræði. í handavinnu er áherzla lögð á hagnýtan saum.
Algeng er þessi skifting kennslustunda milli náms-
greina: Kristnifræði 2 st., móðurmál, stíll og skrift 10
st., saga, landafræði, söngur og dans 5 st., nátlúru-
fræði og handavinna 6 st., leikfimi 2 st,, leikir 3 st. á
viku.
Flestar hreyfingar, sem uppi eru í skólamálum, hafa
haft áhrif i enskum skólum, einkum til aukins frjáls-
ræðis nemendanna og sjálfsnáms. Móðurmálið er sú
námsgrein, sem ætlað er að hafa mest menningaráhrif.
Barnsröddin er nýtt landnám í skólunum. Þjálfun henn-
ar veitir sálarþroska. Frásögn, upplestur, söngur og
sjónleikir eiga ítök i öllmn skólum. Leikvöllum fjölgar