Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 83
[VAKA!
LEO TOLSTOJ.
337
anna. Og hann trúði þvi, að hún kæmi, og bjóst við að
hún hæfist í Rússlandi.
En samt hefir enginn rithöfundur átt drýgri þátt í
undirbúningi rússnesku byltingarinnar en einmitt Tol-
stoj. Áhrif hans voru gífurleg, eins og fyrst kom í Ijós
í stríðinu milli Rússa og Japana 1905 og síðan, þegar
zarveldinu var steypt af stóli. Hann hafði alið upp í
þjóðinni virðingarleysið fyrir eignarrétti, kirltju og rík-
isvaldi.
Leo Tolstoj yngri segir svo í bók sinni um föður
sirrn:
„Áhrif Tolstojs, meðan hann lifði, voru stórkostlega
víðtæk. Allar stéttir, allt upp að zarnum, urðu fyrir á-
hrifum af boðskap hans.
Frakkar halda því tíðum fram, að Tolstoj sé hin
fyrsta meginorsök rússnesku byltingarinnar. í þvi er
mikill sannleikur. Enginn hefir unnið meira niðurrifs-
verk í þjóðfélagi. Bóndinn, hermaðurinn, embættismað-
urinn, aðalsmaðurinn, presturinn og verkamaðurinn,
öllum sveið undan ákæru hans, það var enginn framar,
sem ekki fann lil sakar undir hinum stranga dómi
stórskáldsins ....
Hvað er verk Tolstojs í raun og veru? Það er óp
hinnar mannlegu samvizku. Það er samvizka vor allra,
sem talar í orði hans, sem hafði heitast og næmast
hjarta allra manna“.
VI.
Tolstoj gerði strangar kröfur til mannanna, en gat
ekki sjálfur fjdgt þeim. Hann réðst á alla flokka og
allar stefnur og honum var svarað: Hvi lifir þú ekki
kenningum þínum samkvæmt?
Sjálfur ásakaði hann sig harðast af öllum. Hann
gerði það sem hann gat, en þjáðist fyrir vanmátt sinn.
Hann vann eins og bóndi við plóginn, saumaði sjálfur
skófatnað sinn og gerði við hann, þjónaði sér, þvoði
22