Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 84
sas
KRISTJÁN ALBERTSON:
[vakaJ
gólfið í herbergi sínu. En það var ekki nóg. Þegar
hann bar saman lífskjör sín og bændanna í grenndinni,
í'annst honum hann lifa við velmegun og óhóf. Til
þess að hlýðnast sjálfur kenningu sinni varð hann að
fara fyrir fullt og allt af rikismannsheimili sínu, einn
og fátækur — en það gat hann ekki. „Ég er aumkunar-
verður maður, en einlægur“, skrifar hann, „sem hefi
altaf og af allri sál minni viljað og vil enn verða góð-
ur maður, góður þjónn drottins“. Og á öðrum stað, í
bréfi til vinar síns, segir hann: „Ég dey af blygðun,
ég er sekur, ég verðskulda fyrirlitning .... En berið
saman líf mitt nú og áður fyr. Þú sérð, að ég reyni að
lifa eftir lögmáli guðs. Ég hefi ekki gert þúsundasta
hluta af því, sem ég hefði átt að gera, og ég blygðast
mín fyrir það, en það er ekki af því, að ég hafi ekki viljað,
heldur af því að ég hefi ekki getað .... Sakfellið mig,
en ekki veginn, sem ég geng. Ef ég rata heim að húsi
mínu, og ef ég riða eins og drukkinn maður, er það þá
af því, að ég sé ekki á réttri leið? Vísið mér þá annað
hvort aðra leið, eða hjálpið mér áfram á réttu leið-
ina, eins og ég er fús á að hjálpa ykkur. En hrind-
ið ekki við mér, fagnið ekki yfir neyð minni, hróp-
ið ekki með gleðilátum: „Sjáið! hann segist vera
á heimleið og dettur svo í forarpollinn!“ Nei, fagn-
ið ekki, en hjálpið mér, styðjið inig! .... Hjálpið
mér! Mér blæðir í hjarta af því, að við höfum allir
villzt. Og þegar ég reyni af öllum kröftum að komast
úr villunni, þá bendið þið allir á mig, við hverja hrös-
un, í stað þess að auinkast yfir mig, og hrópið: „Sjá-
ið! Hann dettur í forarpollinn!“
VII.
Heimilislíf Tolstojs hafði verið örðugt, eftir að hann
tók sinnaskiftum. Kona hans og flest börn þeirra voru
andvig kenningum hans og þreytt á háttum hans.
Hann hafði kvænzt liðlega þrítugur, kona hans var