Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 137
[vaka]
RITFREGNIR.
391
koma, jafnvel á friðartímum. Ófriðurinn reyndi á sjálfs-
bjargarviðleitni vora eins og annara þjóða. Vér urðum
líka að ráða fram úr mörgum vandamálum og reynd-
um það. Þetta rit Þorsteins gefur oss yfirlit yfir þá við-
leitni, og gott er að fá það yfirlit, því nú þegar er tek-
ið að fyrnast yfir sum þau mál. En höf. lætur sjer
nægja að lýsa því, sem gjört var. Hann leggur engan
dóm á það, hversu viturlegar og heppilegar ráðstafan-
irnar voru. En þá fyrst, er vísindalegur og hlutlaus
dómur er fenginn á því máli, getum vér fært oss lær-
dóma ófriðaráranna í nyt til fullnustu.
Eg get að lokum ekki stillt mig um að geta þess, að
mér þykir það illa farið, að rit þetta skuli ekki hafa
birzt á eiuhverju heimsmálanna. Hér var óvenjulegt
tækifæri til að kynna stórþjóðunum merkilegan þátt í
sögu vorri. 'Höf. á þó ekki sök i þessu, heldur útgef-
andinn.
Ó. L.
RIT, send „Vöku“ :
Kristín Sigfúsdóttir: G,ömul saga, I—II, Ak. 1927 og ’28.
Einar Þorlcelsson: Hagalagðar, Rvk. 1928.
Sigurjón Friðjónsson: Ljóðmæli, Rvk. 1928.
Elinc Hoffnmnn: Dauði Natans Ketilssonar, Ak. 1928.
Bcnedikt Björnsson: Þjóðskipulag Islendinga, Ak. 1928.
Ársrit nemendasambands Laugaskóla, 3. ár., Ak. 1928.
Gagnfræðaskólinn á Akureyri 1927—’28.
íþróttablaðið, 1928.
Verzlunarskýrslur, 1926, Rvk. 1928.
Hagtíðindi, 1928 o. fl.
Rita þessara verður að einhverju leyti getið siðar.