Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 31
[ VA KA
KYRRSTAÐA OG ÞRÓUN.
285
ineð öllu heilJ á sálinni, en dugandi drengs. Reyndar
held ég, að sú frásögn sé ekki annað en smásaga, sem
flækzt hafi einhverstaðar sunnan úr löndum, og sé
hún þá hvorki sannsöguleg né af norrænum toga
spunnin.
í þeim dæmum, er síðast voru nefnd, er ekki að ræða
um skjóta byltingu, heldur hægfara þróun. Er hér
komið að efni, sem ég mun brátt ræða um, en fyrst
mun ég þó minnast á eitt dæmi skyndilegra sinnaskifta,
sem svipar til frásagna uin kolbítana. Það er Atli i
Otradal. Frá honum er sagt í Hávarðarsögu *) og er
lýsing sögunnar á honum fyrir sinnaskiftin eitt af
meistaraverkum fornrar myndlistar — en hitt draga
menn í efa, hve sönn frásagan sé**).
Atli á að ve.ra giftur Þórdísi, systur Steinþórs á Eyri.
Hann er svo auðugur, að hann veit varia aura sinna
tal. Hann „tímdi ekki að halda vinnumenn; vann hann
liæði nátt ok dag, slíkt er hann mátti. Hann var ok svá
einþykkr, at hann vildi hvárki eiga við aðra menn gott
né illt. Hann var hinn mesti búmaðr; hann átti útibúr
mikit; var þar í allskonar gæði. Þar váru inni hlaðar
stórir ok alls konar slátr, skreið ok ostar ok allt, er
hafa þurfti. Atii hafði þar gert sæng sína, ok lágu þau
þar hverja nátt“. Steinþór er nú látinn koma til hans
einn morgun með flokk manna, en er Atli sér til ferðar
hans, leggst hann undir heykleggja. Steinþór hittir hús-
freyju, og Iætur hún hann hafa slík föng, er hann vill.
Fer lið hans nú hrott, en Steinþór felur sig undir for-
tjaldi vill hann vita hvernig Atla verði við***).
Atla hregður i brún, er hann sér, að rutt er búrið,
og ámælir Steinþóri án afláts fyrir ránið. En kona hans
lætur hann koma undir rúmfötin hjá sér. ,,Ok er hon-
*) Kap. 15 o. áfr.
* *) Björn K. Þórólfsson í inngangi Hávarðar sögu, bls.
XXXIV og XL.
* * *) Líkt og baróninn í Jeppa Holbergs og kalífinn í 1001 nótl.