Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 129
ORÐABELGUR.
LANDSKJÖR. Grein Thors Thors um „kjördæmaskip-
unina“ í síðasta hefti „Vöku“ hefir að likindum sann-
fært lesendur um það, að kjördæmaskifting vor er
harla ófullkomin, að kjósendum í ýmsum kjördæmum
landsins er gert mjög mishátt undir höfði um áhrif á
alþingi og þar með á stjórn landsins. Vonandi er, að
mönnum hafi þá jafnframt orðið það ljóst, að vand-
kvæðin koma af því, að kjördæmin eru bundin við ákveð-
in landsvæði, því að auðsætt er, að þótt landinu væri í
upphafi skift þannig í kjördæmi, að jafnmargir ibúar
væri i hverju, þá stæði sá jöfnuður ekki stundinni leng-
ur, vegna þess að mannfjöldinn vex og þverrar mis-
jafnlega á ýmsum stöðum. Þar sem svo hlýtur jafnan
að vera, þá eru allar umbætur kjördæmaskipunar á
þessum grundvelli bráðabirgðarkák, og sama verður nið-
urstaðan þótt hallazt yrði að þeirri tilhögun, sein Thor
Thors lízt bezt á: að skifta landinu i 7 kjördæmi.
Hlutföllin milli þessara nýju kjördæma mundu brátt
raskast, enda gerir höf. ráð fyrir, að breyta þyrfti til
4. hvert ár.
Mér virðist höf. hafa athugað of lauslega þá leiðina,
að landið sé allt eitt kjördæmi. Hann hefir gert ráð
fyrir, að því ætti að fylgja hlutfallskosningar, en þess
er engin þörf. Eg hefi bent á aðra aðferð í bók minni
„Stjórnarbót", og skal eg leyfa mér að minna hér á
helztu atriðin í uppástungu minni um þingkosningar.
Allt landið sé eitt kjördæmi. Allir, sem kosningarrrétt
hafa, skulu, að viðlögðum sektum, skyldir að neyta
kosningarréttar sins. — „Með þessu móti væri fallinn
úr sögunni einn hinn ógeðslegasti þáttur hverrar ný-
tízku-kosningarbaráttu: sá, að smala kjósendum á kjör-
staðinn, eins og sauðum i rétt með hóandi og sigandi
smölum, svo að úrslitin geta oltið á því, hver flokkur-
inn hefir mest fjármagn til að kosta smala og farar-
tæki“. („Stjórnarbót“, bls. 45). Hver kjörgengur maður
skal vera kjörskyldur, skyldur að taka við kjöri, svo