Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 119
ÖRYGGI AFKOMUNNAR
Menn greinir á um marga hluti. Eklti alls fyrir löngu
sá ég í erlendu hlaði mann úr frjálslyndum flokki
halda þvi fram, að afkoma alls þorra manna œtti -
þjóðfélagsins vegna — að vera óviss. Að öðrum lcosti
fyndist mönnum þeir liggja á brjóstum tilverunnar og
sjálfsbjargarhvöt þeirra sljóvgaðist. Ég hygg, að hér sem
oftar sé meðalhói'ið bezt. lig álít, að það væri bæði ein-
staklingnum og þjóðfélaginu í heild sinni lil ómetan-
legs gagns, að þurftarafkoma manna væri örugg.
Það væri að vísu óheppilegt, að allir kæmu inn í þenna
heim sem milljónamæringar (og fæstum mun það
heppilegt). En hitt mun áreiðanlega heilladrýgst, að
enginn þurfi að kvíða fjárhagslegri neyð, hvað sem á
dynur. Þetta er grundvallarhugsun mín í því, sem ég
ætla að rita um þessi efni.
Af stjórnmálaflokkunum er jafnaðarmannaflokkur-
inn sá, er bæði heldur þessu ákveðnast fram og berst
fyrir því með ákveðnum hætti. Sú stefna, að gera alla
að starfsfólki þess opinbera, miðar að þessu. Takist
það, að hið opinbera nái undir sig öllum atvinnurekstri
og að reka hann með ábata fyrir þjóðfélagið, ekki síður
en einstaklingunum tekst — þá er þrautin unnin og
öryggi efnalegrar afkomu almennings náð. Því að vit-
anlega er um leið ætlazt til, að hið opinbera hafi þær
skyldur, að fara vel með starfsfólk sitt og ekki láta það
líða neyð, þar sem það að miklu leyti sviftir það sjálfs-
framtaki sínu.
Hinir flokkarnir keppa að vísu eftir umbótum á
þessu sviði. Aðallega er þetta gert ineð því að reyna að
auka framleiðsluna og svo með öðrum minni háttar