Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 37
[vakaí KYRRSTAÐA OG ÞRÓUN. 2yi
eftir er vizka þess manns, sem kveðið er um í Háva-
málum :
Snotrs manns hjarta
verðr sjaldan glatt,
ef sá er allsnotr er á.
Loks endar þannig, að Njáll fær sonu sina til að
ganga inn — til að láta brenna þá alla inni. „Guð er
miskunnsamur, ok mun hann oss eigi láta brenna bæði
þessa heims ok annars“. Þetta er poenitentia, hin
kristna yfirbót í hinni ægilegustu mynd sinni. — Og þó
heyrist ennþá endurómur hins forna Njáls, „.. . . skal
ek eggja föður minn ok bræður, at þeir hefni þessa
mannskaða, er hér er görr“ segir Þórhalla Ásgríms-
dóttir. „Vel mun þér fara .... “, segir Njáli.
Þróun sú, sem hér hefur verið rakin, felur ennfrem-
ur í sér, að forlagatrúin víkur fyrir trú á forsjón, en
ekki skal farið út i þá sálma á þessum stað.
Ég hefi orðið ali-langorður um Njál og skal ég því að-
cins drepa á hið þriðja dæmi. Það er Hrafnkell Freys-
goði. Er i sögu hans sagt frá hóflausu oflæti hans og
andvaraleysi, sem því er samfara. Verður þetta honuxn
að falli, svo að hann hefur nær misst allt, jafnvel lífið,
en sleppur þó slyppur og snauður. Verða hér hin mestu
sinnaskifti: Hrafnkell skapar sér nú með eigin alorku
og viti bæði auð og yfirráð, unz hann getur rekið
harma sinna.
Það er auðvelt að telja enn fleiri dæmi, sem votta
hægfara þróun, en ekki skal það gert hér. Vil ég heldur
telja hér þrjú örugg dæmi en mörg óviss.
Þó að „sálarfræði“ sú, er liggur á bak við þróunar-
skoðun sagnanna, kunni stundum að þykja forneskju-
leg, en stundum óljós, þá er vert að athuga, að allt er
látið gerast með eðlilegum hætti. En dæmi finnast jiess,
að það sé ekki einhlítt, líkt og þegar ofurást Tristans
og ísólar þarf sérstakrar skýringar við: hún stafar ai'