Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 27
[ VAKA ]
KYHRSTAÐA OG ÞRÓUN.
281
tekt á þeim trúarinnar baráttuöldum. Því að fyrir utan,
að veruleikinn, reynslan, mannlífið, atburðir þeir, sem
fyrir augun bar og' í frásögur voru færðir, hlutu alltaf
við og við að sýna dæmi, sem riðu í bág við skoðun
manna á hinu einfalda, kyrrstæða sálarlifi og gáfu til-
efni til annarskonar skilnings, virðist kristnin hafa
hlotið að leggja töluverða áherzlu á sinnaskiftin, iðrun
og afturhvarf. En sé vel að gætt, ber miklu minna á
skaplyndisþróun en ætla mætti, í helgum ritningum.
Er þar helzl að nefna frásögn Postulasögunnar um Pál
og hin áköfu og fyrirferðarmiklu sinnaskifti hans. En
í öllum Heilagra manna sögum ætla ég, að varla megi
telja aðrar en sögu Maríu Magðalenu og Maríu egypzku,
þar sem um er að ræða mikil andleg stakkaskifti. í sög-
um Ágústínuss og' Pláciduss er sagt frá skifti á trú en
ekki skapferli. Þó að vera kunni, að bæði þetta og pré-
dikanir klerkalýðsins um iðrun hafi mætl nokkuð á
hinni fornu kyrrstöðuskoðun, hefur það þó litlu áorkað.
III.
Nú hefur nokkuð verið lýst hinni drottnandi skoðun,
þar sem mannlýsingin er skýr og að því Ieyti einföld,
að menn eru samir við sig i skapferli og breytast ekki.
En veruleikinn er ólga og' kvika, og þar er allt á fleygi-
ferð, og þegar á að beygja allt undir eitt ok, getur
þenslan orðið of mikil, svo að brotizt sé undan okinu.
Þess eru dæmi hér.
Fyrst mun ég' nefna dæmi forneskjulegrar sálarfræði,
ef fræði skjddi kalla, sem segir frá skjótum umskift-
um, byltingu, næstum því hamskiftum. Það er í frá-
söguin um kolbítana.
Eiginlega eru kolbítssagnir runnar frá ýkjusögum
og ævintýrum, sögum, þar sem óskin rýfur alla fjötra
veruleikans, brýtur niður takmörlc þau, sem skynsem-
in setur. Ævintýrið er saga um það, hversu óskin herst