Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 138
SVAR TIL JÓNASAR ÞORBERGSSONAR
í 50. tbl. „Tímans" þ. á. hefir Jónas ritstjóri Þorbergsson
birt „opið bréf“ til mín og skorar liann ]>ar á mig að gera grein
fyrir og rökstyðja ])á skoðun mína, að flokkur sá, er ég veiti
fylgi, „hafi valið sér óviðunandi rangnefni, er liann tók sér
nafnið „íhaldsflokkur“.“ Kveðst Jónas ritstjóri líta svo á, að
„umrætt nafn á flokknum sé réttnefni, að ]>að sé j samræmi við
nauðsynlega stjórnmálahreinskilni og að breyting á nafninu —
að grundvallarstefnu og starfsháttum flokksins óbreyttum —
væri ekki til bóta“. Ritstjórinn segir ennfremur, að „nafn á
stjórnmálaflokki eigi að réttu lagi að vera sönn yfirlýsing um
þjóðmálastefnu flokksins, eins eða annars, til skipulagsmálanna,
sein eru í raun réttri undirstaða allra þeirra mála, sem uppi
eru á baugi í landsmálabaráttu. Þessi skipulagsmál eru hinn
almenni ágreiningur um stjórnskipulag, almenn réttindi og at-
vinnuskipnlag. Til þess að æskja breytingar á flokksheiti, þarf
að vera unnt að sýna fram á, að það sé í ósamræmi við stefnu
hans í þjóðskipulagsmálum. Af þessu munuð þér sjá, nverskon-
ar verkefni ég lel að þér eigið fyrir höndum til þess að rök-
studd verði fyrgreind staðhæfing um rangnefni á íhaldsflokkn-
um: „þér þurfið að sanna, að hann sé ekki íhaldssamur í þjóð-
skipulagsmálum“. — —
Mér er ánægja að verða við þessari áskorun Jónasar ritstjóra.
Að vísu er þess ekki kostur að ræða þetta mál svo itarlega sem
skyldi í þeim fáu linum, sem hér fara á eftir. En þó mun ég
færast í fang, að sýna fram á, að lieitið „ílialdsflokkur" sé rang-
nefni. Og ég mun jafnvel gera meira en ritstjóri „Timans“ hefir
mælzt til. Iig mun leiða rök að því, að heitið Framsóknarflokkur
sé annað rangnefnið frá, — háskalegt rangnefni, vitlaust og vill-
andi.------
A fyrri hluta 19. aldar tóku menn að kenna pólitíska flokka
við íhald (conservativismus), afturhald (reaktion) og framsókn
eða frjálslyndi (liberalisinus) í ýmsum hinum fornu menningar-
löndum álfunnar. I öllum þeim löndum háttaði svo til, að gaml-
ar, rótgrónar erfðastéttir áttu í liöggi við undirstéttir, sem voru
i uppgangi og alráðnar í því að bæta lifskjör sín og brjótást til