Vikan


Vikan - 15.12.1960, Page 7

Vikan - 15.12.1960, Page 7
en nú var hann kom- agskvöld. Ég lagði mig að brjósti hans. það var dásamleg * 9 » u (íM(a mín eitt kyöldið og sagðist vera farin að skammast sin fyrir það, hvað telpan væri mik- ið hjá mér, hvort hún tefði mig ekki. Ég sagði henni að liún gæti verið alveg róleg, ég mundi láta hana vita, ef ég óskaði þess að vera laus við barnið. Nokkrum kvöldum seinna kom hún aftur og spurði, hvort María mætti vera hjá mér, hún þyrfti helzt að fara aftur á saumastofuna, það væri svo mikið að gera, — ég held bara, að jólaannirnar séu byrjaðar. Hún brosti dá- litið afsakandi, þegar hún sagði þetta, næstum eins og henni fyndist, að jólaannríkið væri sér að lcenna. Þennan dag hafði ég lokið við að skraut- mála nokkrar engiamyndir og líka tvær stytt- ur af Mariu mey með barnið, þar sem það liggur í jötunni. Litla vinkona min horfði lcngi þögul á myndina af frelsaranum og sagði svo: — Þekkir þú Guð? Spurningin kom mér sannarlega á óvart, og ég var alls ekki viðbúin að svara henni, en þegar ég sá trúnaðartraustið, sem skein úr barnslega svipnum, vissi ég, að ég varð að segja eitthvað. — Já, María mín, ég þekki Guð, að minnsta kosti dálítið. — Er Guð sterkari en jólasveinninn? — Já, já, flýtti ég mér að segja, glöð af því að geta svarað hiklaust og án allra efa- semda. — Guð er sterkastur af öllum, og hann getur allt. Hún leit á mig, og það var einhver tortryggni i svipnum. Það næsta, sem hún sagði, gerði mig bæði lirædda og undrandi. — Guð er ekki góður. — Því segirðu þetta, María min? — Af þvi hann tók liana ömmu. — Var ekki amma þín veik? — Jú, en Guð hefði vel getað læknað hana. — Það er rétt hjá þér. En kannski hefur Guði fundizt betra að taka hana til sín. — Já, ég skil,.að hann hefur viljað fá ömmu, en hann hefði getað hugsað svolítið um mig. Svo var Guð ekki heldur góður að láta hann pabba fara. — Er pabbi þinn líka dáinn? — Nei, hann bara fór. — Jæja. — Já, en hann pabbi er samt góður, •— hann er bezti maður í heirni. Vist er hann það. Ég skal lemja þig, ef þú segir, að hann sé vondur. Það er bara Guð, sem er vondur. Og allt i einu kastaði hún sér í gólfið og hágrét. __ Ég lofaði henni að gráta, fann, að hún Er guS sterkari en jólasveinninn, spurði María litla. hafði þörf fyrir það. Ég kraup bara á gólfið hjá henni og strauk yfir mjúkan, ljósan koll- inn. Ég var fegin, að við vorum þarna bara tvær einar, að enginn sá okkur. Ég hef aldrei kært mig um meðaumkun mannanna, hvorki fyrir mig né fyrir þá, sem mér þykir vænt um. Og mér er sannarlega farið að þykja vætt um litlu vinkonu mina. Bara að ég gæti hjálpað henni, að minnsta kosti kennt lienni að brosa gegnum tárin. Smám saman stilltist gráturinn, og hún leit upp til mín og sagði kjökrandi: — Ef Guð hefði ekld tekið hana ömmu, hefði ég kannski fengið hann babba aftur. — Jæja. — Já, hún amma sagði, að ef maður bæði Guð um eitthvað á hverjum degi, mundi liann áreiðanlega gefa manni það. Og við amma báðum Guð að láta pabba koma aftur til okkar. En svo dó amma, og siðan hef ég ekki beðið Guð. Ég get það ekki ein, — ég er bara lítil telpa, sem kann ekkert. — En mamma þin? — Ég er hætt að tala um pabba við mömmu, því að hún verður svo hrygg, þegar ég minnist á hann. Ég hugsa, að henni þyki mjög leiðinlegt að vera ekki heima hjá pabba eins og áður. Svo átti það, sko, að vera leyndar- mál milli okkar ömmu, þetta með að biðja Guð. Nú, en svo bara dó amma.-------Guð er vond- ur, hann er vondur. Og telpan ætlaði aftur að fara að gráta, en þá tók ég hana upp, hallaði henni að brjósti mér og sagði eins sannfærandi og mér var unnt: — Elsku Maria min. Guð er góður, mundu það. Guð gefur okkur svo ótal-, ótalmargt, gleymdu því aldrei, sólina dýrlegu, fuglana, sem fljúga um og fylla loftið unaðslegum söng, og blómin undurfögru, — og veiztu það ekki, að það er Guð, sem gefur okkur jólin? — Jú, ég veif það. Á ég að segja þér? Ég var að hugsa um að biðja jólasveininn að gefa mér pabba minn í jólagjöf, en nú veit ég, að jólasveinninn er bara plat. — Já, jólasveinarnir eru þjóðsögupersónur eins og tröllin og huldufólkið. Hún kinkaði kolli og sagði svo: — En hvað er Guð þá? — María min, sagði ég eftir andartaks-um- hugsun. — Guð er meðal annars það fagra og góða í mannssálunum. Guð er alls staðar sem góðir menn eru. — Þá er Guð hjá pabba. — Já, já. — Og hjá þér. Þú ert góð, alveg eins og mamma og amma. Vilt þú kannski hjálpa mér að biðja Guð í staðinn fyrir ömmu? — Já, já, Maria mín, við skulum biðja Guð á hverju kvöldi. YLKAN V

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.